Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 120
SKAGFIRÐINGABÓK
með búskap sinn og barnahóp. Voru sum tekin í fóstur hjá
góðu fólki, lengst Egill sem síðar varð kunnur af óvenjulegri
kennarahæfni og mannkostum.
Það varð Nýbjörgu fyrir að leita á upprunaslóðir í Eyjafirði.
Hún fór í húsmennsku að Jódísarstöðum í Öngulsstaðahreppi.
Með henni voru þá þrjú barnanna: Jón, Soffía og Nýbjörg, svo
og Jóhanna Símonardóttir vinnukona, og tengdamóðir Nýbjarg-
ar, Sigríður Þorláksdóttir, þá 75 ára. En efni Nýbjargar leyfðu
henni ekki lengi að halda þennan hóp.
Svo vill til, að Jón Þorláksson hefur skrifað minningaþátt frá
því hann var ellefu ára með móður sinni og systrunum tveimur
á Jódísarstöðum. Svo harður var þessi heimur okkar, í gósen-
landi Eyjafjarðar, að hinn ungi drengur gerði sér ljóst, að hann
yrði að fara frá móður sinni, sem hann unni hugástum, og fara
að vinna fyrir sér sjálfur! Var hann þó pasturslítill og seinn til
líkamlegs þroska, sér til sárrar raunar.
Minningaþáttur Jóns, sem því miður er óprentaður, um skiln-
aðinn við móður sína og dvöl á Uppsölum framar í sveitinni
um hríð, var sendur Guðrúnu Jónsdóttur, er orðin var húsfreyja
á Stórahamri, með bréfi, þar sem hann leitar eftir áliti hennar
og jafnvel samþykki við birtingu hans. En hún var nokkrum
árum eldri en Jón og varð „stóra systir" hans og verndarengill á
Uppsölum, þar sem hún var fósturdóttir roskinna hjóna. Þessi
minningaþáttur er skráður af þvílíku listfengi manns, sem var
lítt ritvanur, og af svo heitri tilfinningu, að hrein perla verður
að kallast. Þetta er þá heldur ekki ómerk þjóðlífsmynd. Jón er
faðir Baldurs prófessors og Þorbjargar ráðuneytisritara.
Nýbjörg fjórða og börn hennar flest dvöldust um hríð í aust-
anverðum Fram-Eyjafirði. Aftur komst Jón til móður sinnar,
þau eru saman í Kaupangi 1910, en Nýbjörg Þorláksdóttir er
þá á Litlahamri.
Egill var í fóstri, sem fyrr sagði, og fór því aðra slóð en hin
systkinin sem brátt reyndu að slást í hóp og þá með móður
sinni. Árið 1913 fengu þau Hrappsstaðasel í Bárðdælahreppi í
118