Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 125
NÝBJÖRG
fær þennan vitnisburð: „Les og kann vel, hegðar sér dável, hefír
lært allt kverið." Litlar sögur ganga af þessari prúðu stúlku, og
í heimildum er hún ekki kennd við karla. Hún virðist alla tíð
hafa verið vinnukona í Eyjafirði: Kambi, Borgarhóli, Hólshús-
um, Grund, og á hinu fornfræga höfuðbóli kom að henni dauð-
ans kall, er hún var ekki orðin fullra þrjátíu ára (1887).
Nýbjörg sjötta
Guðrún Jónsdóttir (f. 1843) var elst systranna sem þau Ný-
björg fyrsta og Jón á Helgárseli áttu saman, og hefur hennar
verið getið oftar en einu sinni. Hún ólst upp með foreldrum
sínum og fermdist með góðum vitnisburði. Ung var hún
manni gefin á heimaslóðum. Hún var nítján ára, er hún giftist
bóndasyni, sem var nokkru eldri, Kristjáni Ólafssyni á Jódísar-
stöðum (f. 1835). Tvítug ól Guðrún meybarn, og fékk það
nafn ömmu sinnar, Nýbjörg, fædd 16. ágúst 1863. Yngri al-
bróðir þessarar Nýbjargar dó í æsku, og föður sinn missti hún,
er hún var aðeins þriggja ára gömul. Nýbjörg á Helgárseli brá
ekki vana sínum um rausn og góðmennsku. Ekkjunni ungu og
dóttur hennar var tekið tveim höndum, og þar dvöldust þær
Guðrún og Nýbjörg sjötta, uns allt heimilisfólk á Helgárseli
tók sig upp og fór að Hallandi 1871, sem fyrr er fram komið.
En til tíðinda má telja, að þrjár af fimm Nýbjörgum, sem þá
voru uppi, voru í för þessari.
Ekkjan Guðrún Jónsdóttir giftist öðru sinni og þá Guð-
mundi Frímanni Jóelssyni (1848-1927) árið 1874. Bjuggu þau
á Meyjarhóli á Svalbarðsströnd til 1883, er þau fluttust að
Vatnsenda, sjá Nýbjörgu fjórðu. Guðrún andaðist 1918.
Nú er að segja frá Nýbjörgu Kristjánsdóttur. Hún var hjá
ömmu sinni og afa á Hallandi, en síðar með móður sinni á
Meyjarhóli og var þar, uns hún giftist. Hún var fermd á hvíta-
sunnu 1878 í Svalbarðskirkju með fjórfaldri ágætiseinkunn:
123