Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 127
NÝBJÖRG
en ætti’ eg sauði og gjarðaglað,
gæt’ eg ótrauður lifað.
Nýbjörg svaraði:
Þegar dauði að dyrum ber
á döpru nauðakvöldi,
hjálpar auður enginn þér
eða sauðafjöldi.17
Verður varla annað sagt en hún kvæði bónda sinn í kútinn.
Þau Nýbjörg og Sigurbjörn eignuðust fimm börn, og kom-
ust þrjú úr frumbernsku og urðu fulltíða: Gunnlaugur, Ari og
Guðrún. Eftir lát manns síns fór Nýbjörg með börn sín að Más-
koti í Reykjadal, en síðan fluttist hún í Glerárþorp og loks inn
á Akureyri 1941. Þar lést hún 1946. Var hún þá hjá Guðrúnu
dóttur sinni og manni hennar, Sigurði Helgasyni, rafvirkja.
Þeirra sonur er Svanbjörn rafveitustjóri.
Nýbjörg sjöunda
Arið 1874 töldust „til veru“ á Æsustöðum í Saurbæjarhreppi
hjónin Soffía Evertsdóttir (1834-79) og Jón Einarsson (1823-
97). Jón var Eyfirðingur að ætt, en Soffía Skagfirðingur, eins
og föðurnafn hennar bendir til. I aðalmanntali 1845 voru að-
eins tveir Evertar á Islandi, feðgar, Evert Jónsson og sonur hans,
þá til heimilis að Mýrakoti á Höfðaströnd.
Soffía Evertsdóttir mun hafa verið óskilgetin dóttir með Sæ-
unni Sigurðardóttur, þeirri sem var átta ára gömul á Innsta-
landi á Reykjaströnd 1801. Soffía var niðursetningur á Reyni-
stað 1845. Hún andaðist á Gilsá í Saurbæjarhreppi fyrrgreint
ár, en Jón Einarsson var um hríð vinnumaður í Laufási í Grýtu-
bakkahreppi, barst svo til átthaganna í Eyjafirði. Rósa var með-
125