Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 128
SKAGFIRÐINGABÓK
al barna hans og sá um hann blindan og örvasa, síðast í Eyhild-
arholti í Hegranesi. Þau Jón Einarsson og Soffía Evertsdóttir
eignuðust dóttur 1874, og hlaut stúlkan nafnið Nýbjörg. Er
bágt að vita með vissu hvað ráðið hefur. En Soffía var ættuð af
upphafssvæði Nýbjargarnafnsins, og skyldi ekki þessi Nýbjörg
hafa heitið í höfuðið á Nýbjörgu þriðju, sem vestan úr Skaga-
fjarðarsýslu var komin í Eyjafjörð og fluttist þaðan vestur um
haf1878?
Er Nýbjörg sjöunda var skírð, voru þrjú ár frá því, er þrjár
Nýbjargir fóru frá Helgárseli út á Svalbarðsströnd og síðan
austur á bóginn, sem fyrr sagði: Nýbjörg fyrsta, fjórða og sjötta.
Nýbjörg Jónsdóttir Einarssonar átti ekki sjö dagana sæla.
Móður sína missti hún í frumbernsku, og niðursetningur varð
hún á Saurbæjarhreppi. Slík var þjóðfélagsstaða hennar, er hún
var fermd í Saurbæjarkirkju 1888: húsbændur hennar Bene-
dikt Einarsson bóndi á Hálsi og kona hans Margrét Olafsdótt-
ir. Það segir hins vegar sína sögu um Nýbjörgu og Eyfirðinga,
ekki síst húsbændur hennar, að þetta „sveitarbarn", eins og
hún er kölluð í kirkjubókinni, er ekki aðeins vel læs og vel kunn-
andi í kristnum fræðum, heldur einnig vel skrifandi og sæmi-
lega að sér í reikningi. Strax og kraftar leyfðu varð Nýbjörg
vinnukona, var orðin það 16 ára á Strjúgsá (Þrúgsá). I manntal-
inu 1910 er hún vinnukona í Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi
og var það, meðan heilsa entist. Hún lést á „Akureyrarspítala
úr krabbameini" 1913, ógift og barnlaus.
Nýbjörg dttunda
Þorbjörg Jónatansdóttir og Asgrímur Pálsson bjuggu á Þór-
oddsstöðum í Ólafsfirði 1877. Bæði hjónin voru skagfirsk.
Dóttir þeirra var Asa Nýbjörg Asgrímsdóttir (1877—1969) sú
er giftist Trausta Friðrikssyni (1872—1962) bónda í Eyhildar-
holti og víðar í Skagafirði. Tausti var sonur Friðriks Friðfinns-
126