Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 130
SKAGFIRÐINGABÓK
Þá var hann skepnuhirðir ágætur, geðgóður og söngvinn. Hann
var um sinn í karlakórnum Heklu á Akureyri. Sá sönghópur
fór frægðarför til Noregs 1905, og þar í för var Snorri Snorra-
son, sonur Halldóru Randversdóttur sem mjög hefur komið
við sögu þessa.
I Vesturheimi áttu þau Trausti og Nýbjörg alltaf heima í
Manitoba og urðu háöldruð. Þau áttu þrjú börn sem öll hétu
íslenskum nöfnum: Sigtryggur, Sigurlaug og Þorbjörg.
Ekki er að svo stöddu vitað til víss hvers vegna Asa Nýbjörg
Asgrímsdóttir fékk Nýbjargarnafnið, en ætla má að móðir henn-
ar hafi þekkt að góðu Nýbjörgu þriðju, meðan þær voru báðar
í Skagafjarðarsýslu. Trúlega hefur Þorbjörg Jónatansdóttir vit-
að af vesturfararáformum Nýbjargar þriðju, er hún skírði dótt-
ur sína, ári áður en Nýbjörg þriðja fór vestur. Þess voru ófá
dæmi að börn væru látin heita í höfuðið á fólki sem var að hverfa
föðurlandinu „út í heiminn, vestur í bláinn," eins og Guð-
mundur á Sandi orðaði það.
Nýbjörg níunda
Gísli Ólafsson (1859—1926) var bóndi í Skagafirði, fæddur í
Fljótum, en á öðrum þræði rætur að rekja í Svarfaðardal. Kona
hans var Hugljúf Jóhannsdóttir (1869-1929) og mætti hafa
verið íyrst íslenskra kvenna síns nafns. Þau giftust 1891 og hófu
búskap á Gautastöðum í Stíflu. Ekki höfðu þau lengi ásamt ver-
ið, er þeim fæddist frumburðurinn og var mær. Sú var látin
heita Nýbjörg, en hafði átt að heita Jóhanna eftir ömmu sinni,
Jóhönnu Jónsdóttur frá Hrauni, sjá áður um Nýbjörgu aðra og
þriðju. Jóhanna, sem var föðurmóðir Hugljúfar, bað þess hins
vegar, að mærin yrði skírð eftir systrum hennar, og var svo
gert.
Frá foreldrum þessarar Nýbjargar er rækilega sagt í Skag-
firskum ceviskrdm. Hugljúf Jóhannsdóttir þoldi það mótlæti að
128