Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 132
SKAGl'IRÐINGABÓK
Nýbjörg tíunda
Nýbjörg Þorláksdóttir var yngsta barn Nýbjargar Jónsdóttur
og Þorláks Stefánssonar; sjá um foreldra hennar hér áður. Hún
fæddist á Isólfsstöðum á Tjörnesi 21. janúar 1893, missti föður
sinn ársgömul og var í skjóli móður sinnar eða í fóstri bernsku-
ár sín. Hún var með móður sinni á Jódísarstöðum í Eyjafirði
fyrst eftir lát föður síns. Sr. Jónas á Hrafnagili fermdi hana með
háum einkunnum 1907. I manntalinu 1910 er hún á Litla-
Hamri í Öngulsstaðahreppi. Þremur árum síðar fer hún með
systkinum sínum (öðrum en Agli) og móður að Hrappsstaða-
seli í Bárðardal og er þá tvítug. Þar austur frá kynntist hún
mannsefni sínu.
Maður er nefndur Kjartan Sigurtryggvason, fæddur á aðfanga-
dag jóla 1892 á Litluvöllum í Bárðardal. Hann átti fjórtán syst-
kini, fjögur alsystkini og tíu af síðara hjónabandi föður síns. Sá
hét Friðlaugur Sigurtryggvi Tómasson, oftast kallaður og stund-
um bókaður Tryggvi. Börn hans kenndu sig ýmist til Sigur-
tryggva eða Friðlaugs. Móðir Kjartans, Rannveig Elíná Magnús-
dóttir, varð ekki langlíf, dó þegar Kjartan var 14 ára. Hann fer
skömmu síðar að heiman í vinnumennsku og er á nokkrum
bæjum í heimadalnum. Þegar heimsstyrjöldin fyrri geisaði, var
hann um hríð á Lundarbrekku, og þar var þá komin Nýbjörg
Þorláksdóttir frá Hrappsstaðaseli. Féllu saman hugir þeirra, og
þau giftust 1918. Að Mýri í Bárðardal voru þau komin 1920,
og fæddi þá Nýbjörg son með mikilli þraut. Fékk hann nafnið
Haraldur og var eina barn hennar.
Arin 1921-23 bjuggu þau í Hrappsstaðaseli á móti Asgeiri
Þorlákssyni og fleiri systkinum Nýbjargar, og hefur þar verið
bágt til bús fyrir margt fólk. Síðan fóru þau í húsmennsku að
Brenniási í Bárðardal og 1924 að Svertingsstöðum í Kaupangs-
sveit í Eyjafirði. Árið 1931 fluttust Kjartan og Nýbjörg til Ak-
ureyrar og áttu lengi heima við Oddeyrargötu, þó ekki alltaf í
sama húsinu. Við þá götu ofarlega var svo árum skipti önnur
130