Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 136
SKAGFIRÐINGABÓK
Vegna stríðsins vissu menn lítt um Nýbjörgu Gísladóttur,
þegar Margrét Nýbjörg fæddist á Þorláksmessu 1944, en rétt
eftir að mærin var borin til skírnar á sumardaginn fyrsta 1945,
bárust góðar fréttir af Nýbjörgu frá Kaupmannahöfn, og var
nú skammt til þess að linnti ósköpum heimsstyrjaldarinnar
síðari.
Samantekt
Tólf eru Nýbjargirnar fæddar á íslandi. Ein fæddist og dó í
Kanada. Af þeim, sem á Islandi fæddust, dó ein í frumbernsku,
en þrjár fluttust til annarra landa og létust þar; tvær í Vestur-
heimi, ein í Kaupmannahöfn. Tvær þeirra, er utan fóru, eign-
uðust ekki börn.
Otaldar eru þá átta Nýbjargir, tvær þeirra enn lífs. Af þeim,
sem létust hérlendis, voru tvær barnlausar. Allar „íslensku"
Nýbjargirnar eru fæddar í Skagafirði eða Eyjafirði nema ein,
Nýbjörg Þorláksdóttir (á Isólfsstöðum á Tjörnesi), en var ey-
firsk í báðar ættir. Nýbjargarsvæðið er Mið-Norðurland frá
Skaga að Tjörnesi.
Þess voru dæmi, að konur, sem hétu hinu sjaldgæfa Ný-
bjargarnafni, flíkuðu því ekki og báðu þess jafnvel, að ekki yrði
látið heita í höfuðið á sér. Er nú svo komið, að nafnið Nýbjörg
er í nokkrum lífsháska. Eg hygg, að þær konur, sem þetta nafn
báru, hafi vægast sagt ekki verið af verri endanum. Nú er það
okkar að gæta þess, að þetta góða nafn falli ekki ofan.
Svo er að sjá sem skyldleika- eða vináttuband, nema hvort
tveggja sé, tengi saman flestar eða allar Nýbjargirnar. I örfáum
dæmum er þetta þó ekki skýlaust. En sjáum til. Nýbjörg Jóns-
dóttir (fyrsta, f. 1807) átti sér fóstursystur, sem tvívegis lætur
heita Nýbjörgu, enda dó hin fyrri í frumbernsku. Hin fjórða
Nýbjörg (f. 1851) var stjúp- og fósturdóttir Nýbjargar fyrstu,
og hin fimmta (f. 1857) var dóttir fóstru og stjúpdóttur Ný-
bjargar fyrstu. Þá var Nýbjörg fyrsta amma og fóstra Nýbjarg-
134