Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 141
SLYSIÐ í DRANGEY 30. MAÍ 1924
DAGBÓKARBROT
eftir FRIÐRIK HANSEN kennara á Sauðárkróki
UM ÞETTA slys hefur nokkuð verið ritað og birt á prenti. I Lesbók IWurgun-
blaðsins 12. júlí 1980 birtist grein Björns Egilssonar á Sveinsstöðum, „Slys í
Drangey". Meginefni þeirrar greinar víkur að þeim atburði, er Friðrik Jóns-
son hrapaði til dauðs 30. maf 1924. Sigríður Jónsdóttir frá Stöpum í Tungu-
sveit skrifaði grein um Friðrik í sama tímarit 20. september 1980. Friðrik
átti tvo syni með Steinunni Hansen frá Sauðá (1880-1958), Garðar Hansen
(1911-1982), síðast kaupmann á Sauðárkróki og Málfreð (1916-1990) skó-
smið á Sauðárkróki. Þáttur af Steinunni er í Skagfirzkum aviskrám 1890-
1910 III, bls. 261. Friðrik Jónsson fæddist 1888 og var því á 36. ári aldurs
síns, þegar hann lézt.
Að sögn Eyþórs Stefánssonar tónskálds voru eftirtaldir menn við sigið,
auk þeirra Friðriks: Bjarni Jónsson formaður, Óskar Stefánsson, Sauðárkróki,
Valgard Blöndal, Sauðárkróki, Albert Sölvason, Sauðárkróki og Guðmundur
Sigurðsson, Sauðárkróki. Friðrik Sigfússon í Kálfárdal er af sumum talinn
hafa verið áttundi maðurinn við sigið, en aðrir fullyrða að mennirnir hafi
aðeins verið sjö.
Dagbók Friðriks Hansen er í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, en Erlendur
Hansen, sonur hans, bjó til prentunar það brot sem hér fer á eftir. Stafsetn-
ing og greinarmerki eru löguð að hætti þessa rits.
Ritstjórn
3.júní 1924
Hörmulegt slys vildi til við Drangey. Friðrik Jónsson var að
síga uppi yfir Heiðnuvík. Þar hagar svo til, að fyrir neðan efstu
brún (um 28 faðma) kemur önnur brún; af henni er hengiflug
niður í sjó. Þar fellur sjórinn alveg að bjarginu. Þar upp í bjarg-
inu er einn stallur, sem fugl verpir á. Þangað niður seig Frið-
rik. Það var 30. maí kl. sex, en brúnamaður sér ekki til sig-
139