Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 148
SKAGFIRÐINGABÓK
med Litaniu og skriptar gangi. 1558. En að bókarlokum stendur:
Þryckt vti Kaupenhafn. af tnier Hans Vingaard. Anno M.D.lviii.
Kverið er í 8 blaða broti, 32 blöð, arkarvísar A—D. Af því
þekkist aðeins eitt eintak, varðveitt í bókhlöðu konungs í
Kaupmannahöfn.
I Gíslakveri eru 17 hreinir sálmar og auk þess fjórir, sem til-
heyra ritúali í messusöng (kyrie, sekvensia, antifóna). Þeir eru
allir þýddir úr dönsku þó að flestir séu þeir frumortir af Lúther
og öðrum þýzkum siðskiptamönnum. Um þýðingar þessar,
sem nánast má telja orðréttar, hefir verið sagt, að þær séu „víð-
ast frásneiddar rími, jafnvel lokarími, stuðlum og höfuðstöf-
um. Þar með er orðaval og meðferð íslenzkrar tungu hið hrak-
legasta, hvort tveggja. Myndi nú á tímum ganga guðlasti næst
að hafa yfir slíkan kveðskap" (Páll Eggert Olason).
Auk Marteinssálma og Gíslakvers er það svo álit sumra fræði-
manna, að Olafur Hjaltason, fyrsti lúterski biskupinn á Hól-
um, 1552—69, hafi þýtt nokkra sálma og jafnvel gefið þá út á
prenti. Prófessor Magnús Már Lárusson telur, að um prentun
sálmabókar Olafs biskups sé vitað með fullri vissu, þó svo að
ekkert eintak hennar finnist í dag. Dr. Arngrímur Jónsson er
þar á öndverðri skoðun. Hann segir í doktorsritgerð sinni, að
ekki sé ólíklegt, að Olafur biskup hafi sett saman söngbók
(grallara), sem prentuð hafi verið þótt hún þekkist ekki í dag.
En hann telur óhugsandi, að Olafur hafi látið prenta sálmabók
og færir sterk rök til stuðnings máli sínu.
Um sálma þá, sem Olafur biskup þýddi, segir Finnur biskup
Jónsson í Kirkjusögu sinni, 1772—78, að nokkrir þeirra séu enn
sungnir í kirkjum, „þýddir úr þýzku eða dönsku, öldungis orð-
rétt, svo að ekki gætir þar nokkurra skáldskaparreglna."
Grundvöllurinn, sem Guðbrandur byggir á, þegar hann hefst
handa við sína sálmabókarútgáfu, er þegar lagður að verulegu
leyti. Hann er fyrst og fremst fólginn í þessum tveimur sálma-
kverum, sem prentuð voru fyrir biskupstíð hans, og fleiri þýdd-
um sálmum. Stórverkið mikla, Biblíuútgáfan, var að baki. Þjón-
146