Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 152
SKAGFIRÐINGABÓK
Drottin ‘ og nær yfir 7 blöð. Þessi formáli er merkilegur fyrir
margra hluta sakir, bæði frá trúarlegu, kirkjusögulegu og bók-
menntalegu sjónarmiði. Hann „er meðal þýðingarmestu heim-
ilda í íslenzkri bókmenntasögu," segir prófessor Sigurður Nor-
dal, og undir þann djarfa dóm hafa fleiri fræðimenn tekið fyrr
og síðar.
Tilgangur sálmabókarútgáfu Guðbrands fer ekki á milli mála.
Hann er sá sami og öll hans mikla bókaútgáfa beindist að öðru
fremur, að efla og rótfesta í landinu kristna trú samkvæmt kenn-
ingu Lúthers. I formálanum telur hann upp í sex liðum, hvað
fyrir sér vaki „Islands innbyggjurum til gagns og góða, sem
það vilja þiggja“:
Fyrst til þess að heiðra, lofa og dýrka Guð almáttugan
með þessum aðskiljanligum andligum vísum og lof-
söngvum, sem diktað hafa heilagir, gamlir forfeður og
þeir frómir, guðhræddir menn í Þýzkalandi og aðrir
frómir menn, — og til eins vitnisburðar, að vér fyrir Guðs
náð og mildi höfum þann sama lærdóm og Guðs orð so
sem þeir. Og til eins þakklætis við Guð.
Til að útdrífa og reka frá oss Djöfulinn og hans ára, og
þar í staðinn að lokka og laða að oss Guðs heilaga engla,
já, að sönnu Guð sjálfan.
Item. Til að játa og meðkenna Guð opinberliga og í ljósi
að láta vora kristiliga trú, bæði fyrir mönnum, englum
og djöflum.
Item. Til þess að vor ungdómur, sem af náttúrunni er
næsta mjög hneigður til hégómans og til hins vonda,
mætti fræðast hér af í Guðs orði og læra að lofa og dýrka
Guð, sinn skapara.
Item. Til að útrýma hryggð og hugraunir og aðrar ónyt-
samligar hégóma hugsanir og saurugar hugrenningar,
sem oft koma í mannsins hjarta.
Að síðustu til þess, að af mætti leggjast þeir ónytsam-
150