Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 153
„SYNGIÐ DROTTNI NYJAN SONG!"
ligu kveðlingar, trölla og fornmanna rímur, mansöngvar,
afmors vísur, brunakvæði, háðs og hugmóðs vísur og
annar vondur og ljótur kveðskapur, klám, níð og keskni,
sem hér hjá alþýðufólki, framar meir er elskað og iðkað,
Guði og hans englum til styggðar, djöflinum og hans ár-
um til gleðskapar og þjónustu, en í nokkru kristnu landi
öðru.
Þá gerir Guðbrandur einnig grein fyrir því, hvernig hann vilji,
að sálmar séu úr garði gerðir. Honum er það ljóst, hversu vel
ort ljóð og fagur söngur er máttugur í áhrifum á tilfinningar
manna. Því vill hann nota hvorttveggja til þess að vekja guð-
rækni manna og styrkja trú þeirra. Hann vill hefja sálmaskáld-
skapinn á það stig, að jafnast geti á við það, sem bezt er kveðið
og hlíta í öllu íslenzkum bragreglum „með sem mestri orðsnilli
og mælsku, sem maður kann bezt!“
Trúin situr vissulega í fyrirrúmi hjá biskupi, en þó kemur
einnig skýrt fram ást hans á íslenzkri tungu, ásamt virðingu og
rækt við þjóðlega skáldskaparháttu:
Opinbert er [segir hann] að þetta norrænu mál [þ.e. ís-
lenzkan] hefur forprís fram yfir mörg önnur tungumál,
það vér af vitum, í skáldskapar málsnilld og kvæðahætti,
hvað sannliga er ein Guðs gáfa þessu norrænu máli veitt
og gefin, hvörja enn þó margir misbrúki, þá er það þeirra
synd og skuld, sem það gjöra, og er hún þar fyrir ekki
lastandi, heldur ættu menn að neyta hennar, so Guði
megi til þóknunar og lofgjörðar vera.
í samræmi við þetta veitist biskup þungt að þeim, sem hirðu-
lausir hafa verið um sálmakveðskapinn og bregður þeim bæði
um lítilsvirðingu á Guðs orði og ræktarleysi við íslenzka tungu.
Virðist hann hafa sérstaklega í huga sálma Gísla biskups, er
hann segir:
Þetta bið ég þeir hugleiði, sem lasta allan skáldskap og
hljóðstafagrein í psálmum og andligum vísum, og vilja
151