Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 156
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki, snýst hann þar heldur harkalega. Kallar hann þá öfundar-
menn sína, rógbera og orðhengla (grammaticuculos), „sem
ekki kunna annað en öfunda og í verra máta að virða annarra
erfiði, en gera ekkert sjálfir." Vill biskup ekki taka mikið mark
á orðum þessara manna, „sem heilinn út brýzt af of mikilli
vizku,“ eins og hann segir og huggar sig við það, að „þeir ein-
faldir og sem frómir eru, þeir steyta sig ekki.“ Ekki hyggst
biskup láta slíkt á sig fá eða aftra sér frá að vinria það sem hann
hefir ásett sér. „Ég fer,“ segir hann, „sem málshátturinn
hljóðar: Þangað er klárinn fúsastur, sem hann er kvaldastur; eg
keppist við að hafa ómak, en fæ ekki nema öfund og óþökk, ...
og skal ekki þetta óþakklæti mig beygja, á meðan lifi.“
Þó að margt megi auðvitað með rökum setja út á sálma-
kveðskap Hólabókarinnar, einkum hinn ytri búning, þá hljót-
um við eigi að síður að taka undir orð Páls Eggerts Olasonar,
að starf þeirra biskupa, Marteins og Guðbrands, á þessu sviði
„hafi verið nauðsynlegir þættir í þroska þeirrar ljóðgreinar, sem
til teljast Passíusálmar Hallgríms Péturssonar."
Fyrirmynd Guðbrands að sálmabókinni er einkum talin vera
hin danska sálmabók Hans Thomisspns, sem fyrst kom út árið
1569. Þó er þar engan veginn um eftirlíkingu að ræða, því að
oft fer Guðbrandur sínar eigin leiðir.
Árið 1619 var Hólabókin endurprentuð. Var þar aukið við 38
nýjum sálmum, auk þeirra sem teknir voru úr messusöngsbók-
um (gröllurum) 1594 og 1607. En örfáir voru felldir niður.
Þriðja útgáfa sálmabókarinnar og sú síðasta á 17. öldinni, kom
út 1671. f hana er aukið tveimur heilum sálmaflokkum og
þeim ekki ómerkum. Þeir eru 2. prentun Passíusdlma Hallgríms
Péturssonar, sem fyrst voru prentaðir á Hólum árið 1666, og 3.
prentun Hugvekjusdlma sr. Sigurðar Jónssonar á Presthólum. Þeir
voru fyrst prentaðir árið 1652 og komu út alls 20 sinnum. Sr.
Sigurður var mikið sálmaskáld þótt stjarna hans hafi lækkað
langt um of á lofti á þessari öld og raunar líka á 19. öld. Eftir
hann er m.a. þessi perla, sem margir kunna:
154