Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 157
„SYNGIÐ DROTTNl NÝJAN SÖNG! "
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Hallgrím þekkja allir. Passíusálmarnir hafa verið prentaðir
og gefnir út á íslenzku 81 sinni, oftar en nokkur önnur bók á
Islandi. Þar er dómur þjóðarinnar um „Hallgríms dýru ljóð“
felldur á þann veg, að ekki verður um villzt.
Fleiri sálmaflokkar bættust við á 18. öld. Nefna má til gam-
ans Upprisusálma Steins biskups Jónssonar, sem fyrst komu út
1726. Voru þeir í miklum metum. Sumir settu þá jafnvel við
hlið Passíusálmanna, eins og ráða má af þessu erindi:
Söngvastrengi eg sá eins
í öllu vel forgyllta,
Hallgríms prests og herra Steins
í hörpu Guðs samstillta.
Slíkur samanburður nær auðvitað engri átt.
Fjöldamargir sálmar og sálmakver litu dagsins ljós á 17. og
18. öld. Eg nefni hér aðeins af handahófi lítið, fágætt kver,
þýtt af Steini biskupi. Þessi litla bók, Tárapressa, var prentuð
1719- Heittrúarstefnan, píetisminn, setur þá í vaxandi mæli
svipmót sitt á þær bókmenntir, sem út eru gefnar. Nafnið
Tárapressa er einmitt til vitnis um það.
En víkjum nú aftur að útgáfustarfsemi Guðbrands biskups,
þó að farið verði fljótt yfir sögu. Tvö stórvirki hans í bókagerð
eru ennþá ónefnd. Messusöngsbókin Graduale, í daglegu tali
Grallarinn, kom fyrst út á Hólum 1594. Fyrstu Fimm útgáf-
urnar, 1594, 1607, 1623, 1649 (að bókarlokum 1650) og 1679
eru allar í fjögurra blaða broti, en breytast þá í svokallað grall-
arabrot, sem helzt upp frá því í öllum síðari útgáfum, sem alls
urðu 19, sú síðasta 1779- I sumum kirkjum landsins var sungið
155