Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 158
SKAGl-'IRÐINGABÓK
af Grallara fram undir miðja 19- öld, þó að hin gjörtæka breyt-
ing í íslenzkum sálma- og messusöng yrði auðvitað með útkomu
Leirgerðar (Aldamótabókarinnar) 1801. En um 200 ára skeið
má segja, að Guðbrandur biskup hafi verið að verulegu leyti
einvaldur í íslenzkum messusöng. Það var veigur í þeim söng,
hjá því getur ekki farið. Vissulega var vegurinn þegar varðaður
af biskupunum þremur, Marteini, Gísla og Olafi og raunar
fleirum, þegar Guðbrandur hófst handa. En messusöngsbókina
frá 1594 verður þó að telja þann merkisstein, sem gerði söfn-
uðum landsins kleift að syngja nýjan söng.
Síðasta stórvirki Guðbrands biskups, sem ég hlýt að minnast
lauslega á, er Vísnabókin, sem kom út 1612. Hún átti að reka
smiðshöggið á það, sem sálmabókinni tókst ekki: að kveða nið-
ur ákveðnar tegundir veraldlegs kveðskapar hjá þjóðinni. Það
hugðist Guðbrandur gera með því að safna saman gömlum
kaþólskum helgikvæðum, sem gátu átt við í lúterskum sið,
ásamt nýjum kveðskap í sama anda. Hét hann á vini sína, er í
skáldaröð voru, að láta sér í té kvæði með Biblíufrásögnum og
öðrum andlegum yrkisefnum, sem líkleg væru til vinsælda með-
al alþýðu. Þeirra á meðal voru sr. Arngrímur Jónsson, Ólafur
Guðmundsson prestur á Sauðanesi, Jón Bjarnason á Presthól-
um, Einar í Heydölum og fleiri. Allir brugðust þeir vel við og
þó einkum sr. Einar. Arngrímur lærði hafði meðal annars það
sérstaka hlutverk að fága gömul, kaþólsk kvæði og gera þau
prenthæf í lúterskum sið. Hálfdan rektor Einarsson segir í
bókmenntasögu sinni, að Lilja Eysteins, sem í fyrsta sinn var
prentuð í Vísnabók, „hafi verið hreinsuð af kaþólsku súrdeigi"
af sr. Arngrími. Bókin var prentuð árið 1612 í fjögurra blaða
broti í tveimur hlutum, en með óslitnu blaðsíðutali. Formáli og
registur eru VIII bls., en bókin sjálf 361 blaðsíða, Ein nj vísna-
bók með mörgum andlegum vísum og kvceðum, psálmum, lofsöngvum
og rímum teknum úr heilagri ritningu, almúgafólki til gagns og góða
prentuð. Þannig hljóðar fullur titill þessarar miklu og merku
bókar. En þrátt fyrir góðan vilja og viðleitni náði Vísnabók
156