Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 160
FJÁRTAL ÁRIÐ 1830
eftir HJÁLMAR JÓNSSON t Bólu
I HANDRITI í eigu Kristjáns Runólfssonar á Sauðárkróki er m.a. að finna
kvæði, sem nefnist Fjártal Hjálmars í Bóltt árid 1830. Handrit þetta er sam-
an skrifað af Þorsteini Þorsteinssyni, kunnum handritaskrifara, sem kenndur
var við Málmey og Heiði í Sléttuhlíð. Það mun líklega gert árið 1855.
Kvæðið er ekki í ritsafni Bólu-Hjálmars og hefur ekki svo vitað sé birzt
áður á prenti. I næst síðustu vísunni felur skáldið nafn sitt, Hjálmar, og fer
því ekkert á milli mála hver höfundurinn er. Gaman er að koma á framfæri
óbirtu kvæði Bóiu-Hjálmars, þótt ekki verði það talið bókmenntalegur við-
burður.
Vorið 1830 hefur Hjálmar búið eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð, en þang-
að fluttist hann vorið 1829 eftir fimm ára búskap á Nýjabæ í Austurdal, þar
sem honum vegnaði einna bezt fjárhagslega. „Tabla yfir búskapar á Stand í
Akra hreppi innann Skaga fiarðar Sislu árið 1830“ gefur eftirtaldar upplýs-
ingar um framtal Hjálmars þetta ár: fólkstalan 5, kelfd kvíga ein, mylkar ær
38, sauðir, hrútar og gimbrar 10, lömb 38, tamdir hestar og færleikar þrír.
Það kemur ágætlega heim við kvæðið, en samkvæmt því hefur Hjálmar átt í
fardögum 1830 eina kvígu vorbæra, 40 ær, þar af tvær nýdauðar, 10 geml-
inga, tvo hesta klyftæka og eina hryssu (ömmu Svaðilfara), hunda tvo og
kött. Fimm eru í heimili „færir til að éta." Það munu vera hjónin Hjálmar
Jónsson og Guðný Ólafsdóttir, synir þeirra Skúli, á áttunda ári, og Hjálmar,
á fyrsta ári, og Ingibjörg Guðmundsdóttir vinnukona. Kvæðið ber það með
sér að vera framtal Bólu-Hjálmars, sem hann hefur sent yfirvöldum í Akra-
hreppi vorið 1830.
Orðmyndir eru óbreyttar frá handriti, en stafsetning og greinarmerkja-
setning er samræmd að hætti þessa rits. Neðanmálsgreinar eru frá hendi rit-
stjórnar.
Hj. P.
158