Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 163
FLÓÐ í HÉRAÐSVÖTNUM
eftir STEFÁN JÓNSSON, Höskuldsstöðum
EFTIRFARANDI þáttur Stefáns er varðveittur í HSk 1258 4to í eiginhandar-
riti. Hann virðist saminn um 1976, líklega að áeggjan Sigurjóns Rist vatna-
mælingamanns vegna hugmynda um virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi.
Eins og fram kemur í þættinum er hér aðeins stiklað á nokkrum hinum
allra stærstu flóðum. Þátturinn er prentaður með þeirri stafsetningu, sem
tíðkast í þessari bók, en ekki er hróflað við orðmyndum nema um penna-
glöp sé að ræða.
Rilstjórn
Mesta vorflóð í Héraðsvötnum um mína daga varð tvímæla-
laust 1925. Þá um vorið, í júní, var ég að byggja nýja fjárrétt
við Valagilsá í Norðurárdal til að rétta þar fé úr vorgöngum á
Silfrastaðaafrétt. Ég var þá fjallskilastjóri og þurfti að sjá um
byggingu réttarinnar. Var ég við þriðja og stundum fjórða mann
í fjóra daga að byggja réttina. Lokið var verkinu að kvöldi
fjórða dags. Alla þessa daga var logn og hitamolla þar frammi,
en sunnan hægur vindur og hlýr öðru hverju út í héraðinu og
þurrt veður nema út við sjó, þar rigndi eitthvað. Var hitinn við
Valagilsá það mikill, að okkur, sem unnum þar, fannst hann
lamandi og erfitt að vinna. Vorum þó allir á bezta aldri og van-
ir stritvinnu. Að aflokinni réttarbyggingunni hélt ég heimleið-
is að kveldi fjórða dagsins. Norðuráin var í foráttuvexti og allar
þverár hennar, og frétt höfðum við, að Héraðsvötn væru í stór-
flóði. Hélt ég svo um nóttina út Blönduhlíð og fór alfaraleið,
sem þá var nokkuð öðru vísi en nú er. Þegar ég kom á melinn
11 Skagfirdingabók
161