Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 164
SKAGFIRÐINGABÓK
eða hæðina fyrir sunnan og ofan Miklabæ, blasti við mér stór-
kostleg sjón. Fyrst þar sá ég út yfir héraðið. Var allt undirlendi
Skagafjarðar sem hafsjór yfir að líta brekkna milli og það fram
í Hólm. Bæirnir á Völlum og Vallanesi voru umflotnir sem
eyjar til að sjá, líka var vatnsflaumur heim að túni í Mikley,
Bakka, Löngumýri og Krossanesi, og síðar frétti ég, að Húsa-
bakkabæir báðir hefðu alveg verið umflotnir, og vatn umkringdi
þá Eyhildarholt, en bær þar stendur á ofurlítilli hæð. Vötnin
flæddu þá einnig mjög í fornu farvegina vestan við Stokk-
hólma og þaðan út um Hólminn. Eg fór af baki á Miklabæjar-
melnum, stóð þar lengi og horfði furðulostinn, því að slíkan
vatnaflaum hafði ég aldrei áður séð eða komið til hugar að ég
mundi sjá, að allt flatlendi héraðsins væri á kafi í vatni. En þó
að mér sýndist allt Eylendið í kafi, er þó þess að geta, að hæstu
rindar og bakkarandir munu þó hafa verið upp úr vatni á stöku
stað. Það frétti ég síðar. En þarna um nóttina nam auga mitt
ekki slíka staði vegna smæðar þeirra og fjarlægðar. A þessar
litlu bakkarandir björguðu ýmsir sauðfé sínu og hrossum, er
séð varð að hverju stefndi með vatnavöxtinn. Var á nokkrum
stöðum gætt búfjárins og vakað yfir því, þar til dró úr flóðinu.
Mætti segja ýmsar sagnir um vos og erfiðleika manna af þess-
um sökum. Daginn eftir að ég kom heim, dró mjög úr vexti
Vatnanna.
Sumarið 1925 átti að byggja brú yfir vesturós Héraðsvatna.
Undirbúningur þess verks var hafinn svo snemma vors sem tíð
og aðrar ástæður leyfðu. Með því fyrsta, sem gert var, var að
setja upp flotpall, en á honum átti að hafa minni fallhamarinn,
þegar tekið yrði að reka staura niður í botn óssins, en á þeim
átti svo að byggja vinnupall fyrir menn við brúarsmíðið og líka
til þess að hafa þar stærri fallhamarinn, sem átti að reka stein-
steyptu staurana niður, þegar þar að kæmi. Undir flotpallinum
voru hafðar margar tunnur tómar, a.m.k. 60 talsins að sögn.
Var svo strengur hafður yfir ósinn og festur beggja megin og
einnig í flotpallinum á þann hátt, að hægt var að færa pallinn
162