Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 166
SKAGFIRÐINGABÓK
Má vera að þingmálafundur væri þar á staðnum þennan dag.
Var nú gerður út röskur og öruggur sendimaður á fund Magn-
úsar ráðherra og leitað úrræða hans í þessu máli. Brást Magnús
vel við og fékk kolaskip, sem þá lá á Sauðárkrókshöfn, til að
elta flotpallinn. Fór það fljótlega á stað og sótti hann norður á
fjörðinn; var hann þá að sögn kominn út á móts við Hofsós.
Dró skipið flotpallinn inn á Sauðárkrókshöfn, en síðar, er flóðið
sjatnaði, dró vélbátur hann austur með Borgarsandi og inn í
ósinn.
Næsta stórflóð í Héraðsvötnunum var 1934. Slagaði það
nokkuð upp í flóðið 1925, en þó sýnu minna.
Nú líður þar til 1949, að stórflóð kom í Héraðsvötn. Var það
nokkuð sérstætt að því leyti, að það varaði óvenjulega marga
daga. Þann 19- júní var stórflóð um kveldið, og flæddi þá hér
yfir alla bakka og upp að braut og yfir brautina á Vallabökk-
um. Daginn eftir var stórflóð og eins næstu daga, stundum
meira, en annan daginn minna, en alltaf mikið. Þann 26. júní
urðu Vötnin mest og aldrei þetta vor eins mikil og það kvöld.
Daginn eftir og næstu daga þvarr flóðið mikið.
Þann 6. júlí 1954 urðu skriðuföllin miklu í Norðurárdal.
Um nóttina áður og fyrripart dags rigndi mikið. Virðist sem
nokkurs konar skýfall hafi orðið á Blönduhlíðarfjöllum, fram-
anverðum, Norðurárdal og hluta af Silfrastaðaafrétt. Þar féllu
allvíða skriður, en mest hjá Fremri-Kotum. Skriðan mikla, sem
féll austan við túnið á Fremri-Kotum, fór ofan í Norðurá hjá
Hesthúshöfðanum og stíflaði hana þar um stund. Hefir þar orð-
ið mjög mikil uppistaða. Þegar stífla sú brast, varð flóðbylgja
mikil. Að vísu urðu Héraðsvötn sjálf mikil þennan dag, en tal-
ið var að hlaupið úr Norðurá hafi verið þess valdandi, að þetta
kvöld flæddu Héraðsvötn hér alveg upp að braut. Þetta vatns-
hlaup stóð ekki nema um kvöldið. Vatn rann hér af engjum
fyrir háttatíma að mestu og alveg næstu nótt.1
1 Þennan dag fór brúin af Valagilsá í ofsaflóði. Ritstj.
164