Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 167
FLÓÐ í HÉRAÐSVÖTNUM
Vorið 1956 gekk mikil hitabylgja yfir Skagafjörð um þann
26. maí. Varð stórflóð í Héraðsvötnum þann dag. Mátti telja
það af hressilegra tagi. Fór þá flatlendi héraðsins talsvert undir
vatn. Vallabakkar urðu ófærir það kveld. Daginn eftir kólnaði
veður og fióðið hraðminnkaði.
Venjulega voru þessi miklu flóð stutt. Síðan hafa stórflóð
ekki komið. Eg tel það ekki til stórflóða þó að Vötnin liggi á
löndum eða þó þau skvettist snöggvast yfir bakka sína, svona
rétt mátulega til að fylla flæðiengishólfin okkar, sem búum við
flatlendið.
Geta má þess að stórflóð kom vorið 1906. Það varaði stutt.
Eg var ungur þá, og ekki er mér flóð það minnisstætt. Þaðan
frá til 1925 komu að vísu nokkrum sinnum mikil vorflóð, en
ekki þó svo mikil, að til stórflóða gætu talizt.
Vetrarflóö í Héraðsvötnum
Þegar ég man fyrst til, var það venjulegt, þegar Vötnin voru
lögð fram fyrir Stokkhólma, að þau færu þá að renna vestan við
Stokkhólma í gömlu Héraðsvatnafarvegina þar og runnu svo út
yfir Hólminn beggja megin Vallholtsins. Breiddist svo vatns-
flaumurinn út og rann alllangt norður eftir, stundum alla leið
út á Sanda og líka vestur á Húseyjarkvísl. Þegar frost voru, varð
af þessum sökum mest allur Ut-Hólmur í glæra svelli og all-
miklir hlutar af Fram-Hólmi líka. Eftir að fyrirhleðslan var
gerð við Vindheimabrekkur og alllangt austur á Hólminn,
minnkaði mjög þessi vetrarágangur. Nú er búið að ýta upp
garði frá Vindheimabrekknavörzlugarðinum og allt austur á
Stokkhólmatá. Geta Vötnin því ekki runnið út yfir Hólminn á
vetrum nema þá kannske í aftöku frosta- eða snjóavetrum. Af
þeim sökum er kannske ekki fráleitt að ætla, að öllu kraftmeiri
verði vetrarflóð hér við austurhlíðina og út um Vatnabrú og
165