Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
Vallabakka en áður var. Oft kom það fyrir og kemur enn, að
smágöt koma á ísinn eða litlar vakir myndast. Upp spýttist þá
oft allmikið vatnsmagn, sem rann eftir fsnum lengri eða
skemmri leið. Kallaðist það ágangur og kallast enn. Þykknaði
ísinn allmikið, er vatn þetta fraus.
Annars koma vetrarflóð að heita má alltaf ofan á ís. Oftast er
það, eða eiginlega alltaf, í sambandi við þíðviðri og leysingu.
Er þá tíðast að Vötnin sprengi af sér ísinn og koma þá oft jaka-
stíflur. Þess háttar gauragangi man ég ekki eftir lengi fram eft-
ir ævi minni; það er helzt nú á síðari árum, að þess háttar fyrir-
bæri gerast, og þess vegna er það, að menn láta sér detta í hug,
að fyrirhleðslan við Vindheimabrekkur og fyrir Stokkhólma-
landi eigi einhvern þátt í því.
Ég man eftir einu vetrarflóði, sem var nokkuð sérstætt. Það
mun hafa verið um 1930, eða þá máske eftir það, að frost höfðu
gengið um tíma, allhörð; svo brá til frostleysu, ekki beinlínis
þó þíðviðris. Þá kom þetta umrædda flóð. Var vatnsflaumur
mikill og jakaburður. Is var hér á Vötnunum og fór vatnið hér
upp á tún. Ekki var einn einasti stór jaki, þeir voru flestallir
smáir, sumir mjög smáir, og engin hvöss röð á neinum, heldur
eins og þeir væru slípaðir eða sorfnir á röðum. Ég frétti fljót-
lega, að meginhlutinn af hlaupi þessu hefði komið úr Jökulsá
eystri. I þrengslunum þar sem Skatastaðakláfur er, gekk hlaup-
ið svo hátt sem í mestu vorflóðum. Varð mér þá skiljanleg lög-
un jakanna og smæð, þegar þeir höfðu gengið í gegnum „hreins-
unareld" Jökulsár og Héraðsvatna þröngu gljúfra þar fremra.
Alitu sumir menn, að klaka- og froststíflur hefðu myndazt upp
undir Hofsjökli eða utar í Jökulsá. Losnað hefði um stíflur of-
arlega af einhverjum orsökum og svo sprengt stíflurnar hverja
af annarri. Þetta flóð var búið að missa kraft að mestu, þegar
það kom út um Velli.
Hér á eftir ætla ég að minnast ögn á tvö vetrarflóð frá seinni
árum, sem töluvert mikið kvað að. Fer ég þar að heita má alveg
eftir dagbókarbrotum frá sama tíma:
166