Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 169
FLÓÐ í HÉRAÐSVÖTNUM
23. febrúar 1961. Sunnan allhvass og þíðviðri. Hafa Vötnin
sprengt af sér ísinn hér út að Miðhúsamerkjum og jakastíflu-
ruðningar á Miðhúsa- og Höskuldsstaðabökkum. Jakastífla mik-
il. Vatnsflóð mikið. Flæðir yfir brautina frá því nokkru fyrir
sunnan Miðhús og út undir ytri afleggjara hér, og eins á löng-
um parti í Akralandi og það mestallt í kafi neðan við braut, út
undir Dalsá. Vatnsflaumur mikill að sjá hér út með Vötnun-
um, bæði að austan og eins að vestan, heim undir tún í
Vallanesi og á Völlum. Flæddi alveg yfir Vallabakka. Hér af
ásnum fyrir ofan túnið sá ég í dag, að Eylendið allt vestan
Borgareyjar er eintómt vatn til að sjá og líklegt að svo sé út
með Langholti, allt út í Miklavatn. Minna vatn eða heldur lítið
að sjá austan Borgareyjar, t.d. á Hjaltastaðaósum. Þar er lítið
vatn.
25. febrúar. Nú þegar frysti, minnkaði vatn í Vötnunum.
Datt þá ísinn niður út fyrir Velli. Mikil jakahrönn hér á bökk-
unum.
[Síðara flóðið var tæpum tveimur árum síðar. Um það segir í
dagbókinni:]
22. desember 1962. Skýjað, sunnan þétthvass og þíðviðri. Al-
auð jörð. Hiti 7 stig. Smárigningaryrja öðru hverju í dag og
dimmt í lofti. Vötnin voru á ís nokkuð fram fyrir Stokkhólma-
tá, en sprengdu af sér ísinn og varð mikill jakaruðningur og
vatnsgangur. Fóru jakar yfir brautina hér fyrir neðan. Kom
veghefill í kvöld til að ryðja jökum af brautinni hér neðan við
Hólinn.
23. desember. Hiti 1 stig, skýjabakki í suðri. Suðvestan gola.
Hefir mikið gengið á í nótt. Vötnin hafa í nótt flætt hér upp á
tún, hærra en ég veit til áður og alveg upp að Hólnum. Skilið
eftir klakahröngl mikið. Jakastífla er í Vötnunum hér fyrir neð-
an. Mæðiveikisvarðgirðingin er horfin hér af bökkunum. Lík-
lega flestallir staurar brotnir og vír slitinn á Miðhúsa- og Akra-
bökkum. Jakaburður og hrönn hafa farið út undir Dalsá neðan
við braut. Vötnin auð að sjá utan við klakastífluna. Fór ég í
167