Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
mann. Móðir mín rétti okkur brauðið, við vorum svo lítil, gát-
um ekki náð til sjálf. Brauðið var vöfflur, pönnukökur og lumm-
ur. Við tókum sína lummuna hvert, Jón litli var þá ekki lengi
að renna sinni niður, ætlaði að bíta í mína lummu í hendi
minni, en bítur mig þá í litlafingur, svo blóðið lak í kjólinn
minn. Kom þá heldur hljóð og tár. Þótt sviðinn væri mikill í
fingrinum, tók mig enn sárara að sjá fallega kjólinn minn með
blóðblettum. Sigurbjörg, móðir drengsins, ávítaði hann harð-
lega fyrir ókurteisina, kom með fingurtraf og batt um.
A þeim tíma voru engir verzlunarstaðir hér við Skagafjörð
nema Hofsós og Grafarós, ein verzlun í hvorum stað. Var það
langt frá fullnægjandi fyrir almenning, svo menn voru neyddir
til að sækja nauðsynjar sínar til Skagastrandar og Hólaness.
Voru það langar og oft erfiðar ferðir, einkanlega að vetrarlagi.
Komu þá oft á sumrin verzlunarskip (spekolantar), stundum
lágu 2-3 í einu á Sauðárkrókshöfn. Verzluðu þeir með allskonar
vörur, var þá jafnan mikil aðsókn. Komu þeir vanalega millum
fráfærna og sláttar. Faðir minn var oft hjá þeim við að vigta og
afhenda kornvöru og vigta ull.
Móðir mín og systur fóru ætíð einu sinni á sumri á Krókinn
um borð að verzla um leið og farið var með ullina. Það var búið
að ákveða vissan dag er fara skyldi með ullina. Þá var það þenn-
an ákveðna morgun, er eg vaknaði, að eg sá móður mína og syst-
kini vera að búa sig. Vissi eg strax það ætlaði á Krókinn. Logn
var og sólskin. Eg bað mömmu lofa mér með. Hún sagðist hafa
ætlað að lofa mér, en láta mig sofa út. Fannst mér eg aldrei hafa
lifað glaðari stund. Eg átti líka eitt reyfi og svolítinn upptín-
ing, sem eg ætlaði að kaupa fyrir eitthvað fallegt, er eg hefði
gaman af.
Eftir litla stund var allt ferðbúið. Björn uppalningsbróðir
minn átti að teyma ullarlestina. Eg átti að ríða skjóttri hryssu,
er var mjög þýð og lipur, en hún hafði ekki verið snert til brúk-
unar um vorið, fyrr en nú átti eg að sitja á henni, þótt aldrei
hefði verið lagður söðull á hana fyrr. Móðir mín ætlaði að teyma
174