Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 177
ENDURMINNINGAR 1861-1883
undir mér, fannst því öllu óhætt. Eg vildi sjálf hafa vald á taum-
unum, mér fannst eg mundi geta það, þar sem eg var komin á
áttunda ár, og hafði oft riðið ein. Móðir mín sagði það yrði þá
að girða betur á og binda mig í söðulinn. Það var gjört.
Nú leggjum við úr hlaði. Þá tekur Skjóna sig úr hópnum,
bregður á leik, setur undir sig hausinn, tekur af mér taumana,
skvettir upp aftari endanum hvað eftir annað og stekkur sem af
tekur út alla Dagsláttu og út í mó. Stúlkurnar hljóðuðu af
hræðslu, að eg mundi detta af, en sökum þess eg var bundin
svo vel, hékk eg á. Björn sleppti lestinni og hljóp þar til hann
náði Skjónu. Varð eg þá sannarlega fegin að láta mömmu teyma
undir mér.
Segir ekki af ferð okkar fyrr en við komum að Nesi. Þá var
Sigurbjörg húsfreyja að búa sig til ferðar á Krókinn og Jónas
litli, elzti sonur þeirra hjóna, með henni. Hann var lítið eitt
eldri en eg. Þau slógust í förina. Magnús, bóndinn, fór með til
að ferja yfir Osinn. Hann sagði það yrði að hafa hrossin eftir
ferjunni, þar bæði væri útfall og mikill straumur í Ósnum.
Voru hrossin misjöfn á sundinu, sum mátti toga áfram, en sum-
um mátti halda aftur af. Allt gekk samt vel. Svo komum við
upp í Krókinn, þar var lítið að sjá. Ekkert hús, bara tvær sjó-
búðir, torfkofar, niðurrifnir veggir, annar út á Eyri, hinn sunn-
arlega í Króknum.
Þegar niður að sjónum kom, var bátur í flæðarmálinu, einn
maður sem bauð að flytja okkur um borð. Pabbi var þar, kom
strax og hjálpaði okkur upp skipsstigann, sem var úr kaðli, og
sýndi okkur, hvar ganga ætti niður í búðina. Þar var margt að
sjá af ýmsu. Fjöldi af kvenfólki var að taka út allskonar varn-
ing. Eg sá undurfallega brúðu, er mig langaði til að kaupa, en
fékk það ekki. Það var rauðleitur skýluklútur og fingurbjörg er
eg fékk fyrir ullarhárið, annað ekki. Mér lá við gráti.
Sökum þrengsla var mjög vont loft, Jónas farinn að finna til
í höfði, vildi helzt komast upp á þilfar. Eg bauðst til að fara
með honum, létti honum strax, er hann kom undir bert loft.
175