Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 178
SKAGFIRÐINGABÓK
Fórum við þá að sjá okkur um, þar var lítið að sjá annað en
tjörukaðla og segl í hrúgum til og frá. Svo komum við auga á
lítið hús, er stóð opið, auðvitað var það kokkhúsið. Við geng-
um þangað og litum inn. Þar var piltur lítið eitt stærri en við,
var að hella á kaffikönnu. Hann fór að tala við okkur, við skild-
um ekkert er hann sagði. Loks gátum við skilið hann var að
bjóða okkur kaffi, hann benti okkur að setjast í bekk við borð-
ið, Jónas settist í bekkinn, en eg fór ekki inn, stóð fyrir utan.
Hann kom með á bakka til mín, kaffi í lítilli skál, púðursykur
í kari og skonrok á diski. Við drukkum kaffið, þökkuðum og
fórum utar á dekkið. Litlu seina fór að hvessa talsvert á sjóinn,
komið mikið rugg á skipið. Þá varð Jónas veikur af uppsölu og
tók að hljóða. Komu til hans tveir skipsmenn, er voru þar eitt-
hvað á gangi, bað hann þá gefa sér vatn, þeir bara hlógu og
fóru sína leið. Skömmu síðar kom kvenfólkið og Friðrik bróðir
minn upp á þilfarið úr búðinni, allar orðnar lasnar af sjóveiki.
Kallar þá Jónas til mömmu sinnar og segir: „Þeir voru að hlæja
að mér strákarnir." Lögðust þá fyrir Sigurbjörg í Nesi og systur
mínar. Móðir mín og Friðrik litli gátu setið uppi. Eg fann ekk-
ert til sjóveiki.
Kemur þá stýrimaður til okkar, hristir höfuðið og kallar til
manns er þar var nærstaddur, biður hann koma með vatn, pilt-
urinn kom bráðlega aftur, fór þá fólkinu heldur að líða betur
eftir að hafa dreypt í vatnið. Aumingja Jónas búinn að pínast
svo lengi.
Stýrimaður fer þá að tala við mig sem eg náttúrlega ekki
skildi, tók mig á handlegg eða öllu heldur í fangið, hljóp með
mig niður í búð, fór að sýna mér ýmislegt fallegt, þar á meðal
brúðuna sem mig langaði mest til að kaupa. Eg held hafi kom-
ið ánægjusvipur á andlitið, svo tók hann í tvo stóra bréfpoka
rúsínur í annan og brauð í hinn og gaf mér þetta allt. Fór svo
með mig til mömmu. Hann sagði pabba síðar, að eg væri á líkri
stærð og dóttir sín og við mikið áþekkar.
Kvenfólkið vildi fara að komast í land, allir sárlasnir nema
176