Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 179
ENDURMINNINGAR 1861-1883
eg þótt yngst væri. Pabbi bjóst til að fylgja okkur í land. Stýri-
maður bauð föður mínum að vera með, það var orðið vont í sjó.
Fyrst hjálpuðu þeir kvenfólkinu og drengjunum í bátinn, svo
kom stýrimaður og bar mig í bátinn og setti mig á kné sér á
leiðinni í land. Var mér lítið um það, en fékkst þó ekkert um.
Ymist lyftist báturinn upp og hoppaði á öldunum, eða hann
féll niður í öldudalina með miklum hraða. Þetta þótti mér góð
skemmtun, ekki minnstu ögn hrædd, hafði þó aldrei komið á
sjó fyrr en í þessari ferð. Við komum að Nesi í heimleiðinni,
fengum þar hressingu, skildum þar við samfylgdarfólkið. Svona
gekk mín fyrsta kaupstaðarferð.
Næsta vetur eftir dó Friðrik bróðir minn, 12 ára gamall, lík-
lega úr lungnabólgu. Hann var þennan vetur á Ríp hjá séra
Jónasi Björnssyni að læra dönsku og reikning. Ekki var að tala
um barnaskóla á þeirri tíð. Hann var prýðilega vel gefinn dreng-
ur. Faðir minn var búinn að ákveða að láta hann í menntaskóla,
er hann hefði aldur til. Kom heim á laugardag fyrir páska, ætl-
aði að vera heima um hátíðina, en kuldabruna veður á norðan
með hríðarslitringi. Varð honum mjög kalt á leiðinni. Um nótt-
ina veiktist hann af taksting, er svo ágjörðist. Enginn læknir
að leita til; það voru aðeins fjórir lærðir læknar, einn í hverjum
landsfjórðungi. Jósef Skaftason í Hnausum var sá næsti, en sök-
um illviðris ómögulegt að ná til hans. Það voru ýmsir menn
ólærðir, er voru að fást við lækningar, einn þeirra manna var
fenginn að vera yfir Friðrik. Hefir þó víst ekki þekkt sjúkdóm-
inn fyrr en síðustu dagana. Datt honum í hug það væri lungna-
bólga.
Friðrik sagði dauða sinn fyrir, er hann var nýlagstur; bað
foreldra sína lofa sér að gefa það litla er hann ætti. Hestinn og
hnakkinn gaf hann Birni uppalningsbróður okkar, sparifötin
bað hann gefa Magnúsi Markússyni1 í Keflavík, fátækum dreng,
1 Magnús Markússon fór til Vesturheims 1886, gaf þar út ljóðabók í Winnipeg
1907, Ljóömœli. Ritstj.
12 Skagfirdingabók
177