Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 180
SKAGFIRÐINGABÓK
er engin spariföt átti, þeir voru á líkri stærð. Ýmsu öðru er
hann átti skipti hann milli heimafólksins. Þann hlut er hann
gaf mér á eg enn. Allt var látið standa eins og hann mælti fyrir.
Friðrik var góður og mikilhæfur drengur, enda öllum harm-
dauði, er honum kynntust.
Næsta vetur eftir drukknuðu þeir bræður, séra Jónas Björns-
son á Ríp og Steindór, er jafnan var með honum í ferðum, í
Héraðsvötnunum suður og niður undan Hellulandi á heimleið
frá Hvammi í Laxárdal. Jónas kom úr embættisferð, hafði þjón-
að Ketuprestakalli á Skaga, og svo Hvammi þá um veturinn.
Snemma um haustið gjörði snjóa og gaddhörkur. Lögðu því
Héraðsvötnin, og varð bráðlega hellugaddur á þeim, nema ein
vök, er aldrei hafði lagt þá um veturinn. Vissu allir Hegranes-
búar af henni. Voru þeir bræður, séra Jónas og Steindór, búnir
á ferðum sínum að sjá hana og ríða skammt frá henni, þar leið
þeirra lá beinast við yfir vötnin ekki alllangt þaðan. En þarna
hafa þeir þó riðið út í auða vökina og það í glaða tunglskini.
Hestur prestsins fórst líka, en Steindórs hestur stóð undir bæj-
arveggnum á Ríp um morguninn, er fólkið kom á fætur, og var
með taumana uppi. Var þá strax sent á bæi að fá menn að leita.
Er þeir komu að vökinni, lágu vettlingar Steindórs þar og sáust
skaflaför á ísnum eins og hesturinn hefði hlaupið útundan sér.
Er leitarmenn gættu betur að, sáu þeir, því ísinn var glær, hvar
bræðurnir lágu í botni, ekki alllangt hvor frá öðrum, en höfðu
borizt þónokkuð langt frá vökinni. Var nú sendur maður frá
hverjum bæ í Nesinu og tveir frá sumum bæjum, til að saga ís-
inn og hjálpa til, en ísinn var alinar þykkur. Þetta var hörmu-
legt slys. Prestskonan og gömlu foreldrarnir bræðranna bárust
afar illa af. Gróu móður bræðranna dreymdi þremur nóttum
fyrir slysið, að hún þóttist missa tvo fingur á hægri hönd.
Veturinn 1870 var eg send yfir að Lóni með áríðandi bréf.
Var það rétt fyrir jólin, þá orðinn mjög stuttur dagur, en bót
var í máli að tunglskin var að kveldinu, en það var yfir Héraðs-
178