Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 181
ENDURMINNINGAR 1861-1883
vötnin að fara. Lagði eg af stað þá tæpast var orðið fullbjart, með
rauðan broddstafstaut í hönd, er eg átti sjálf, ætlaði að reyna
Vötnin fyrir mér með honum. Eg var lengi á leiðinni, hvergi
slóð eða neitt til að glöggva sig á. Mér var sagt að stefna í
Rauðalækjargil. Það gjörði eg. Ferðin gekk slysalaust. Þegar
heim kom á hlaðið á Lóni stóð roskin kona úti. Eg spyr hvort
það sé húsfreyjan. Hún hvað svo vera og var svo góð eins og
hún hefði heimt mig úr helju. Sagðist alltaf hafa verið að að-
gæta, því aldrei hefði hún séð svona litla manneskju eina á ferð
yfir Vötnin.
Eg skilaði af mér bréfinu. Hún hélt eg væri orðin þreytt,
bauð mér strax inn með sér. Ekkert fólk sá eg nema unglings-
dreng, son þeirra hjóna. Karlinn var ekki heima. Gaf mér kaffi
og lummur. Fór svo að sýna mér smíðisgrip eftir Brynjólf son
sinn, sem þá var 14 ára. Það var spunarokkur, á að gizka þrjú
kvartil á hæð, með snúrum og að öllu leyti eins og hver annar
vel vandaður rokkur, nema pfpan var ekki hol innan. Það varð
að stíga hann með fingrunum. Hvað hratt sem honum var snú-
ið, sást ekkert kast á hjólinu. Spurði eg hana hvort hún ætti
ekkert útsaumað eftir sig, eg hefði heyrt hún væri hannyrða-
kona. Kvaðst hún vera hætt útsaum fyrir löngu, en sýndi mér
þó vettlinga útsaumaða eftir sig, ljómandi litir og uppdráttur.
Eg setti á mig litina og uppdráttinn, datt í hug eg mundi geta
seinna saumað í vettlinga, ef eg fengi að læra sporið. Bað eg
hana þá að sýna mér sporið, gjörði hún það með mestu ánægju;
var afar góð við mig. Við töluðum lengi saman. Sagðist ekki
hafa fengið jafn skemmtilegan gest, óskaði eg hefði mátt vera
hjá sér lengur. En nú var að byrja að rökkva, svo eg þurfti að
flýta mér. Bað hún drenginn sinn að fylgja mér suður í Rauða-
lækjargil, þaðan ætlaði eg að leggja út á Vötnin, slóðina mína
til baka. Kvöddumst við Anna á hlaðinu, óskaði hún mér allra
heilla, sagðist finna eg yrði góð og snilldarleg stúlka. Þegar við
komum suður í gilið, var orðið svo bjart af tunglinu, að eg sá
179