Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 183
ENDURMINNINGAR 1861-1883
al var trefill úr fínu garni, prjónaður, allur bekkjóttur með mörg-
um fögrum litum, en miðjan talsvert músétin. Sá eg strax að
þarna voru samskonar litir sem í vettlingarósunum Onnu á
Lóni. Bað eg móður mína gefa mér trefilinn, sagði henni eins
og var eg ætlaði að rekja hann upp og sauma með garninu
seinna. Var það auðsótt, hún gaf mér hann. Eg settist strax nið-
ur og fór að rekja upp. Fékk þar marga liti og mikið garn.
Þegar eftir fráfærurnar var eg látin sitja yfir lömbunum.
Voru þau það vor setin á Hellulandi. Það var vanalega lagt
saman frá bæjunum á útnesinu, setið yfir sitt vor á hverjum bæ
og unglingur látinn fylgja lömbunum frá hverju heimili. Var
þar gömul kona á Hellulandi, er María hét Rögnvaldsdóttir.
Var hún hannyrðakona á sinni tíð, sýndi hún mér baldýraða
upphlutsborða eftir sig frá fyrri tíð og vettlinga með rósum,
ekki þó eins fallega og hjá Önnu, sömuleiðis saumastafróf. Bað
eg hana lofa mér að hafa hliðsjón af stöfunum mínum, mig
langaði að merkja sokkana mína, sagði hún það velkomið.
Merkti eg sokkana í hjásetunni, var berfætt á meðan. Sýndi
henni svo, er heim kom, um kveldið. Þótti henni mér hafa tek-
izt vel, gaf mér svo stafrófið er eg ætlaði að skila því.
Það var ætíð farið snemma á fætur allan ársins hring í Garði
hjá foreldrum mínum. Að vetrinum strax og lýsti í glugga,
fjármenn til húsa og fjóskona í fjós, eldhússtúlka til sinna starfa,
innistúlkur að þrífa sig áður þær settust við spuna. Gengu tveir
spunarokkar alla virka daga allan veturinn, en fjórir, þegar móðir
mín spann, en það var stopult sökum þess bæði var jafnan margt
fólk í heimili, milli 10 og 20 manns, fyrir utan alla gesti. For-
eldrar mínir voru orðlögð fyrir gestrisni, enda mátti heita, að
aldrei væri gestalaust allan veturinn eftir að Vötnin voru lögð.
Garður var þá í þjóðbraut, öruggastur ísinn á Vötnunum ein-
mitt þar undan. Oft svo margir næturgestir, að kvenfólkið varð
að ganga úr rúmum. Móðir mín tók jafnan glaðlega og vel á
móti öllum og veitti þeim hið bezta. Alltaf var nóg til. En oft
fékk hún þeim verk í hönd á vökunni, ef kunnugir voru; ef það
181