Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 184
SKAGFIRÐINGABÓK
var kvenmaður, prjóna, en karlmanni þá kamba. Kom það sér
oft vel, stúlkurnar voru stundum kembufátækar. Móðir mín
gat eiginlega engan séð iðjulausan, enda var hún vinnveitt sjálf
og dugleg.
Tveir lampar voru jafnan í miðbaðstofunni, það voru kopar-
lampar, er fægðir voru tvisvar í viku, glönsuðu vel, voru ljóm-
andi fallegir, brennt á þeim lýsi, helzt sellýsi, hafðir fífukveikir
fyrir Ijósið. Ekki sáust þá olíulampar, því síður rafljós. Móðir
mín hafði ætíð á borðinu í húsinu hjá sér kertaljós í ljómandi
fallegum ljósastjaka. Eins var kertaljós haft í gestahúsinu, er
þeir gestir voru komnir, er þar voru settir. Þurfti oft að steypa
kerti þar svo mikið var brúkað af þeim. Hafði eg þá atvinnu
lengi, eftir að eg fór að vaxa upp.
Það var siður, að fólkið lagði sig fyrir klukkutíma í rökkr-
inu. Klukkan 6 voru kveikt ljósin og öllum veitt kaffi til hress-
ingar um leið og það reis upp. Við krakkarnir lékum okkur úti
þá stundina, sem fólkið lúrði, þegar veður var til þess. Mátti
heita það væru einu stundirnar, er við höfðum til leikja, því
oftast varð eg að halda á einhverju að gjöra. Hinir krakkarnir
voru talsvert yngri en eg (tökubörn); því ekki heimtuð vinna af
þeim.
Mér þóttu skemmtileg vetrarkveldin, meðan eg var að alast
upp. Þá voru lesnar sögur á hverju kveldi eða kveðnar rímur.
Voru það Islendingasögurnar og þá ýmsar aðrar skemmtilegar
sögur. Las vanalega annar vinnumaðurinn, Kristján Guðmunds-
son, er lengi var vinnumaður hjá foreldrum mínum, las prýði-
lega. Oft fékk hann lánaðar sögubækur hjá Bjarna, er var sonur
gamla Borgar-Bjarna, sem margir kannast við. Hann var kall-
aður Daðastaða-Bjarni, bjó lengi á Daðastöðum. Hann var mik-
ill bókamaður, átti fjölda bóka skrifaðar með fljótaskrift eftir
sig. Kristján las fljótaskrift hiklaust. Gaman þótti mér að standa
fyrir aftan stólinn og horfa yfir öxl hans og fylgjast með, er
hann las. Þannig lærði eg að lesa fljótaskrift. Hinn vinnumað-
urinn kembdi fyrir stúlkurnar á kveldvökunum.
182