Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 185
ENDURMINNINGAR 1861-1883
Foreldrar mínir áttu vefstól. Ætíð síðari part vetrar var byrj-
að á vefnaði, fenginn vefari er óf það er heimilið hafði til spunn-
ið í. Svo er Engilráð systir mín var komin eitthvað yfir ferm-
ingu, var hún látin læra að vefa, óf hún fyrir heimilið fleiri vet-
ur, tók eg svo við af henni að vefa. Við ófum einskeftu vaðmál,
ormeldúk og rúðótta dúka og röndótta.
Þegar eg var á uppvaxtarárum í Garði hjá foreldrum mínum
var að vetrinum spilað flest sunnudagskveld og oft langt fram
á nótt. Ymist var spiluð vist eða alkort, stundum púkk er
margir vildu vera með. Þó langaði okkur Engilráð systur mína
sjaldan svo mikið til að spila, að við mettum ekki meira að
læra að skrifa. Engilráð var gefið skrifað stafróf, en mér var gef-
in skrifbók með ýmsum skrifuðum málsháttum. Ekki var hægt
að fá tilsögn. Kálfsblóð höfðum við fyrir blek. Stafsetning eftir
bókum er við lásum. Þannig lærðum við að skrifa.
Þegar eg var á 12. ári, eða 1873, kom eg á Sauðárkrók. Var
þá Arni Arnason járnsmiður frá Hofsós nýbúinn að byggja hús
sitt úr torfi og timbri og gjörðist veitingamaður, þótt í smáum
stíl væri. Það stóð lítið eitt utar og ofar en Nikódemusarhús.
Þá var verið að slá upp bráðabirgðaskúrum tveim til vöru-
geymslu fyrir L. Popp, er hann notaði síðar, en þá á næstunni
leigði hann Halli Ásgrímssen skúrana eitthvert stutt tímabil.
Fleiri hús var þá ekki búið að byggja. Skúrarnir stóðu þar sem
gamla Poppsbúðin og pakkhúsið stendur og er nú fátækra-
skýli.
Það sama vor vakti eg yfir túninu sem fyrr, átti eg að hreinsa
eða bera af, eftir því sem á stóð á nóttum, er eg var búin að
gjöra innisnúningana. Urfellasamt var á tímabili. Þegar lakast
var veðrið vildi móðir mín ekki láta mig vinna úti, svo eg átti
þá fríar stundir. Datt mér þá í hug, nú skyldi eg sauma rósir í
sparivettlingana mína, eg mundi máske síðar ekki hafa betri
tíma. Eg mundi uppdráttinn Önnu á Lóni, er var jurtapottur,
hann stóð mér ljóst fyrir hugarsjónum, litaskiptingar og allt.
Garnið úr treflinum átti eg, það var ágætt. Anna mín kenndi
183