Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 190
SKAGFIRÐINGABÓK
ísinn ótraustur. Allt gekk þó slysalaust. Þegar við komum upp
í Sauðárkrók, var orðið áliðið mjög, við því hrædd um, að byrj-
aður væri leikurinn. En rétt í því komu tveir menn móti okk-
ur. Við spurðum þá, hvort byrjað væri að leika. Sögðust þeir
hafa séð fólk ganga inn í húsið fyrir stundu síðan. Flýttum við
okkur hið mesta, gáfum okkur ekki tíma til að hafa sokkaskipti,
þar við sáum fjölda fólks við leikhúsdyrnar. Gengum við strax
inn, var þar orðið fullskipað, að okkur sýndist. Fólkið stóð í
röðum með veggjunum í húsinu á þrjá vegu, þannig að maður
stóð við mann, þar eð enginn bekkur eða sæti voru til í húsinu.
Fólksstraumurinn hélt áfram inn í húsið, fór það nú að skipa
sér í röð innan við hina, þannig að hver maður stóð, undan öxl-
urium á þeim er í ytri röðinni voru, svo allir gætu séð. Karl-
menn prikuðu sig upp á bitana, voru þeir orðnir alþaktir af
mönnum, þar ekki var búið að setja loft í húsið. Nú byrjaði
leikurinn.
Leikendur léku prýðilega, allir áhorfendur stórglaðir og ánægð-
ir, verst hvað sumir hlógu mikið, að vandræði voru með að
geta heyrt. Brátt fór að verða óþolandi loft, þar ekki var hægt
að opna glugga. Eg hafði hnigið niður í yfirlið og Kristján Guð-
mundsson, er með okkur var, tekið mig og borið inn í íveru-
húsið. Raknaði eg strax við, er eg hafði andað að mér hreinu
lofti og fengið vatn að dreypa í; hresstist eg fljótt, fór svo bráð-
lega út aftur. En nú var byrjað að hvessa og innan stundar
komið ofsa veður, hláka. Hálf tólf var leikurinn búinn.
Mikið fannst mér leiðinlegt að þurfa að leggja í ferðina heim
um nóttina, þar bæði var veðurofsinn og náttmyrkrið, en sér-
staklega að komast yfir Vötnin, þar búast mátti við að mikið
hefði gjörst að þeim frá því er við fórum yfir þau. Lögðum við
svo af stað heimleiðis og leiddumst öll sem fyrr, þar veðrið var
orðið illstætt. Sjölin ætluðu að fjúka af okkur, þrátt fyrir við
festum þau undir styttuböndum okkar. Þannig héldum við
áfram niður á Gíga. Þar stoppar Kristján og segir við verðum
að bíða hér meðan hann fari og prófi hvort tiltök séu, að hann
188