Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 191
ENDURMINNINGAR 1861-1883
komist með okkur yfir. Hverfur hann svo frá okkur út í myrkr-
ið. Við stóðum eftir skjálfandi af kulda og hryllingi, réðum
okkur tæpast fyrir ofveðrinu. Við biðum og biðum, mér fannst
tíminn svo langur sem eilífð. Við vorum farin að hugsa hann
hefði farizt í Vötnunum. Loksins kom hann, sagði Vötnin hér
um bil ófær, spurði okkur hvort við þyrðum að leggja á þau
upp á líf og dauða. Að öðrum kosti yrðum við að fara upp í
Sauðá. Sjálfur ætlaði hann að reyna að komast heim. Vildum
við öll heldur halda áfram með honum. Segir hann þá við verð-
um að taka af okkur skóna og ganga á sokkunum, þar ísinn
væri svo háll sem flöskugler. Lögðum við svo út á Vötnin.
Alltaf var sama stólparokið og mikið vatn ofan á, svo ekki
var hægt að sjá vakirnar, er voru þó til og frá, svo í tilbót svarta
náttmyrkur. Okkur gekk seint yfir, þar Kristján reyndi alltaf
ísinn allt í kringum okkur, vildi til hann var með stóra eikar-
stafinn föður míns, enda þurfti nú á duglegum staf að halda.
Við héldum dauðahaldi hvort í annað. Kristján varð að fara ótal
króka, því víða rak hann stafinn niður í vök. Einu sinni datt
Jónas og lenti með annan fótinn niðri í vök, var mikil mildi,
að við misstum ekki hvort af öðru þá. Eftir langa þraut kom-
umst við yfir. Kristján hafði orð á, að þetta hefði verið sann-
arlega lífsháski er við hefðum komizt í.
Við urðum að fara með Jónasi heim í Utanverðunes, er var
þó talsverður krókur fyrir okkur. Alltaf hélzt veðurofsinn og
svo vont að ganga, þar allar lautir stóðu fullar af krapi, en allar
þúfur hálar og sleipar. Loksins komumst við heim kl. hálf
fimm um nóttina, var þá móðir mín ekkert farin að sofa. Lofaði
hún guð, er hún sá okkur öll heil, sagðist hafa verið stórlega
hrædd um okkur.
Mikið urðum við systur fegnar að hátta og hvíla okkur eftir
þessa voðaferð, en sérstaklega hefir Kristján mátt verða feginn
að hvíla sig eftir alla þreytuna af að draga okkur öll áfram. I
marga daga á eftir vorum við systur svo veikar í handleggj-
unum, að við þoldum varla að taka þeim til. Þótt langt sé síð-
189