Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 192
SKAGFIRÐINGABÓK
an, já margir tugir ára, get eg ekki hugsað til þeirrar ferðar
nema meðþryllingi.
Þennaq sama vetur fórst selabátur, líklega ekki alllangt frá
Borgarsandi, er Oli Hafstein í Hofsós átti. Formaður og sela-
skyttan var Sveinbjörn Sveinsson vinnumaður hans, er búinn
var að vera hjá honum fleiri ár. Þrjá undanfarna vetur lét Óli
hann halda út bátnum við seladráp. Gisti hann á þeim tíma oft
og mörgum sinnum í Garði með sína menn. En þennan síðasta
vetur, var hann á Sauðárkrók öðru hvoru, hélt þá til hjá Halli
Asgrímssen. Lét Ásgrímssen vinnumann sinn vera með honum
í selatúrum, sá hét Jón Dagsson. Hefi eg aldrei séð hærri né
þreklegri mann. Voru þeir jafnan tveir saman á bátnum; þeir
gistu oft heima. Það var á þorranum, að þeir komu að vanda og
gistu; komu seint um kveld. Morguninn eftir var talsvert frost
og norðan hæg gola, allgott veður. Lögðu þeir snemma af stað.
Var það um sama leyti og Kristján vinnumaður var að reka féð
á beit út á móana fyrir vestan Garðskrókinn, að hann sér mann
koma austan yfir með svartan hund. Gengur hann upp sandinn
og til þeirra Sveinbjörns, sem voru þá að setja bátinn á flot. Sér
Kristján að maðurinn fór upp í hjá þeim. Athugar svo ekki
meir um það, en segir er hann kom heim frá þessu eins og það
gekk til.
En næstu nótt eftir dreymir Kristján að Sveinbjörn og Jón
koma inn í baðstofuna og rennur úr fötum þeirra. Þykir hon-
um Sveinbjörn ganga inn að húsdyrum foreldra minna og segja:
„Við erum drukknaðir." Þykir honum þá faðir minn spyrja,
hvar þeir hafi drukknað. Svarar hann: „Undan Katanesi.” Þykir
Kristjáni Jón hafa staðið á miðju gólfi meðan Sveinbjörn tal-
aði. Þóttist hann vita af þriðja manni fyrir innan baðstofudyrn-
ar, en fyrir framan gaflinn, er var þiljaður upp úr á rúmi því er
Kristján svaf í. Fannst honum sá maður ekki hafa farið lengra.
En um leið þykir honum Jón snúa sér við og vera allsvakalegur
og vaða með blautar og kaldar hendur inn á brjóst sér. Við það
hrökk hann upp með hljóðum, svo fólkið vaknaði í baðstof-
190