Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 193
ENDURMINNINGAR 1861-1883
unni. Þótti þetta einkennilegur daumur. Enginn gat skilið í,
að svo væri komið sem var, þar bæði var veðrið allgott og eng-
inn sjór. Alltíðrætt var um drauminn af heimilifólkinu fyrstu
dagana.
Ekkert fréttist af þeim Sveinbirni fyrr en á þriðja degi eftir
að þeir fóru frá Garði. Þá kom maður, er farið hafði upp í Sauð-
árkrók, en var nú á heimleið. Sagðist hann hafa komið til As-
grímssen og ætlað að fá Sigurð, svo hét maðurinn, til sam-
fylgdar heim, þar þeir voru nágrannar, báðir utan af Höfða-
strönd. Spyr hann því eftir Sigurði. Ásgrímssen kvað hann ekki
hafa komið. Vissu þeir strax það væri ekki sjálfrátt. Sagði mað-
urinn, að Ásgrímssen hefði mikið brugðið (Sigurður var bróðir
hans) og sagt, að þeir Sveinbjörn selaskytta væru ókomnir enn.
Á miðvikudagskveld hefði hann átt von á þeim, en nú var kom-
inn laugardagur. Hlyti þeim að hafa borizt á, nema ef þeir
hefðu sett yfir í Hofsós. Líka sagðist maðurinn hafa fundið svart-
an hund dauðan, sjórekinn á Borgarsandi austarlega í flæðar-
málinu; sér hefði sýnzt hann líkur hundi Sigurðar og skildi
hann ekki í því.
Kom þá allt heim og saman. Það var Sigurður með svarta
hundinn, er Kristján sá fara upp í bátinn hjá Sveinbirni, og
Sigutður, er Kristján vissi af fyrir framan rúmgaflinn í draumn-
um.
1877 um haustið drukknaði Björn fósturbróðir minn í Vest-
ur-Héraðsvatnaósnum, kom úr Reynistaðarrétt. Þá var vana-
lega ferjað allt fé af útnesinu yfir ósinn, bæði að vorinu, er rek-
ið var á fjall, og eins að haustinu úr réttum, nema þegar gott
var, þá var féð rekið í ósinn í smá hópum og tvær ferjur fylgdu
ef hjálpar þurfti með. Þetta haust var voða vond tíð. Komst því
safnið ekki yfir réttardagskveldið, þar brim gekk inn ósinn, og
ómögulegt að ferja. Vöktu þeir yfir safninu um nóttina, en
byrjuðu snemma að ferja morguninn eftir, þótt vont væri.
Vildi þá slysið til. Daginn eftir fannst hann rekinn upp á sand-
eyri skammt fyrir utan ósinn.
191