Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 195
ENDURMINNINGAR 1861-1883
stjóra, eg og Guðrún dóttir séra Magnúsar gamla á Hafsteins-
stöðum. Hún var í húsinu langan tíma um veturinn. Stundum
var Kristján Hallgrímsson með.
A hverju sunnudagskveldi var ruttað til í krambúðinni, er
var í norðurenda hússins. Var þar ýmist dansað eða farið í leiki.
Voru þá allir búðarmennirnir með og oft gestir líka, því mjög
var gestkvæmt. Var þá glatt á hjalla, því allt var fólkið ungt, á
bezta skeiði. Um vorið er eg fór heim, vildu þær frúin og Olöf
helzt eg yrði lengur, en móðir mín mátti ekki missa mig. Ofá-
anleg voru hjónin að taka nokkuð fyrir tímann er eg var þar
hjá þeim.
Sumarið næsta eftir byggði Carl Hólm bókhaldari Kristjáns
Hallgrímssonar hús það sem nú er eign Helgu Pétursdóttur,
ekkju Bjarna Sigurðssonar frá Hólakoti. Veturinn 1881—82 var
byggðurgamli barnaskólinn.
Um haustið 1879, 13. októbermánaðar, giftist eg Christían
Hansen beykir, fæddur og uppalinn á Amager við Kaupmanna-
höfn, sonur Hans Christían Hansen kaupskipasmiðs. 21. febr-
úar 1880 fæddist Steinunn dóttir mín. 1880—81 var eftirminni-
legur frostavetur, var hann síðasti veturinn minn á æskuheimili
mínu Garði. Næsta sumar eftir byggði Bjarni Jóhannesson, mað-
ur Guðrúnar Eldjárnsdóttur, er var á þeim tíma ljósmóðir í
hreppnum, hús það, er síðar gekk mannsali, og Kr[istinn P.]
Briem keypti síðast og byggði við. Þá um haustið, rétt fyrir
göngur, fluttum við hjónin frá Garði yfir á Sauðárkrók, tókum
leigt hjá Halli Asgrímssen. Eg átti þá sjálf 30 kindur, eina kú
og hryssu með trippi. Lögðum við niður kindurnar allar um
haustið, þar Hansen hvarf frá að búa í sveit, var það sökum þess
að eldri Popp sagði sér væri áhugamál, að hann setti upp hótel
á Sauðárkrók og gjörðist hótelvert. Kvaðst hann skyldi lána allt
til byggingar og til þess er þyrfti. Var þetta fastmælum bundið.
En rétt fyrir jólin fréttist að Vilhelm Pálsson frá Hofi í Hjalta-
dal væri búinn að kaupa gamalt verzlunarhús í Grafarós og
ætlaði að flytja það til Sauðárkróks og setja þar upp hótel, enda
13 Skagftrðingabók
193