Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 196
SKAGFIRÐINGABÓK
byrjaði liann mátti lieita strax á að grafa kjallarann, svo sjálf-
gjört var fyrir Hansen að hverfa frá sinni fyrirætlan.
Veturinn 1881—82 sagði Einar Jónsson lausri ábúðarjörð
sinni Sauðá. Var hann búinn að búa þar 28 ár rausnarbúi, þar
til síðustu árin, að mjög fór að ganga af þeim. Þetta síðasta vor
þeirra á Sauðá varð hann heylaus fyrir allar sínar skepnur og
setti allt á uppboð laugardaginn fyrsta í sumri. Var allt féð orð-
inn vonarpeningur sökum megurðar. Var hann sannarlega lán-
samur að geta einmitt þá losnað við skepnurnar, þar daginn
eftir, sunnudaginn fyrsta í sumri, gjörði norðan stórhríð er
hélzt þar til allir firðir Norðanlands voru fullir af hafís, er svo
lá landfastur til liöfuðdags. Var afkoma fólks hin erfiðasta, mátti
heita engin grasspretta, þá ekki nýting á þau stráin er náðust.
Svo bættist við bjargarskortur hjá fólki, þar engin skip gátu
komizt inn, og mörg er fórust þá um vorið í ísnum. Voru þá
millilandaskip, er hér komu, öll seglskip. Ekki var að tala um
bjargræði af sjónum, allt var lokað.
Sex vikum fyrir sumar fullgerðist, að Hansen tók Sauðá til
ábúðar og hafði hann lífstíðar ábúðarrétt. Réðum við til okkar
vinnufólk, vinnumann, tvær vinnukonur og léttadreng. Lítil
voru efnin, er við byrjuðum með. Hansen var búinn að kaupa
tvær kýr með þeim skilyrðum að þurfa ekki að taka við þeim
fyrr en við flyttum inneftir. Eina kú áttum við áður, tvær hryss-
ur og trippi. Kindaeign engin, bara 24 kvígildisær, er fylgdu
jörðinni. Þetta var allt, er við byrjuðum með. Var sannarlega
ekki glæsilegt að byrja búskap þetta eftirminnilega voðaár. Flutt-
um við inneftir um vorið í fardögum 1882. Hafði eg aldrei
komið að Sauðá fyrr, eftir eg varð fullorðin. Er við komum inn
á brekkuna og sáum heim, vaknaði í huga mínum spurning, er
lét mig ekki í friði, hvort þetta mundi verða framtíðarheimili
mitt. Varð henni þá ekki svarað.
Eg hafði einu sinni áður komið hér að Sauðá, þá fyrir mörg-
um árum. Var eg þá á tólfta ári, kom með móður minni, var
það um vor. Tók húsfreyja okkur hið bezta, afsakaði hún gæti
194