Skagfirðingabók - 01.01.1994, Blaðsíða 200
SKAGFIRÐINGABÓK
nótt eftir vinnukonumar báðar. Var þá reynt að fá stúlku af Sauð-
árkrók, en ekki hægt að fá neina, sökum þess að veikin var bú-
in að hertaka hér um bil alla í þeim fáu húsum, er þá voru á
Sauðárkrók, svo bráðsmitandi var hún. Fólkið var afar þungt
haldið. Þær fáu manneskjur, er á fótum voru, gengu á milli að
hjálpa sjúklingunum. A Jónsmessudaginn, eða þeim sólar-
hring, dó 5 manns. Nokkrum dögum síðar dóu tveir. Var það
mikið af svo fáu fólki, er þá var á Sauðárkrók. Við kvenfólkið
hérna vorum afar veikar. Eftir tvo daga veiktist vinnumaðurinn
og drengurinn nóttina eftir og Steinunn litla, svo Hansen var
orðinn einn á fótum. Hann var búinn að liggja í mislingum
heima hjá sér í Danmörk, smitaðist því ekki. Læknir kom oft til
okkar, en gat ekkert hjálpað. Við lágum lengi rúmföst, vorum
meir og minna lasin allt sumarið, hefir líklega mikið gjört
kuldabruninn sem alltaf var. Onnur vinnukonan varð aldrei
jafngóð, lifði þó mörg ár eftir það.
Eftirmáli
Bjö'rgvins Brynjólfssonar á Skagaströnd
Amma mín, Björg, komst ekki lengra með endurminningar
sínar en hér að framan er skráð. Það var mikill skaði að mínu
mati, því hún hafði frá mörgu að segja sem nú er gleymt og
grafið.
Eg ætla hér í örfáum orðum að rekja það helzta, sem varðaði
líf hennar eftir að hennar frásögn lýkur.
Börn þeirra hjóna urðu átta, hér talin í aldursröð:
Steinunn Trine Friðrikka
Emma Emilía
(Hans) Kristján
Olína Engilráð
Björg Jórunn
f. 21. 2.1880
f. 28.11.1882
f. 18. 10. 1885
f. 5. 5.1887
f. 17. 1. 1891
d. 21.10. 1958
d. 21. 6. 1910
d. 26. 5. 1943
d. 2.10.1961
d. 11. 4. 1924
198