Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 201
(Jóhannes) Friðrik
Lúðvig Karl
Arni Þormóður
ENDURMINNINGAR 1861-1883
f. 17. 1. 1891 d. 26. 3. 1952
f. 1. 2. 1903 d. 7. 2. 1910
f. 19.12. 1905 d. 16. 5.1988
Auk barna sinna ólust upp hjá þeim tveir synir Sreinunnar,
Garðar Haukur Hansen og sá sem þetta ritar. Einnig var Stein-
grímur sonur Kristjáns hjá þeim til heimilis frá 7 til 14 ára ald-
urs.
Á Sauðá var í þeirra búskapartíð blandað bú, með bæði sauð-
fé, kýr og hross. Eign taminna hesta var afar nauðsynleg, því
allur engjaheyskapur var fjarri bænum, í Sauðárteigum í Heið-
ardal og í Sauðáreyju, sem er í Héraðsvötnum vestari. Auk bú-
starfa stundaði afi beykisstörf á Króknum eftir því sem með
þurfti. Þau hjónin höfðu því bæði nóg að starfa utanhúss og
innan. Um skeið laust fyrir aldamótin ráku þau Hótel Tinda-
stól, en urðu að hætta því eða að öðrum kosti að segja Sauðá
lausri úr ábúð, sem var í opinberri eign. Þau völdu að halda
jörðinni frekar en hótelrekstrinum. Sumarið 1891 byggði afi
timburhús á Sauðá, því gamli bærinn var að falli kominn.
Amma sagði mér, að afi og Guðjón í Vatnskoti hefðu byggt hús-
ið á þremur vikum í júnfmánuði. Þá hafa verið langir vinnu-
dagar á Sauðá.
Haustið 1900 fór afi til Danmerkur á sínar æskuslóðir, sem
var Amagerhverfi í Kaupmannahöfn. Þar heimsótti hann skyld-
fólk sitt. Jóhannes bróðir hans var þá nýlega látinn, en Lúðvík
farinn til Suður-Afríku til að berjast gegn Bretum í Búastríð-
inu. Afi var ytra um veturinn. Það var eina utanför hans á 52
árum, er hann var hér á landi.
Vinnufólk var oftast á Sauðá nema síðustu 13 árin, en þá var
búið orðið mjög saman dregið eftir að Sauðárkrókshreppur tók
við meginhluta jarðarinnar, 1927. Afi lézt 11. apríl 1930 eftir
langa vanheilsu. En amma bjó áfram á Sauðá í félagi við móður
mína, Steinunni. Amma varð fyrir slysi á Sauðárkróki 5. febr-
úar 1940 og lézt af heilablæðingu þremur dögum síðar og var
199