Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 25
MÚLAÞING
23
Ekki var snjórinn minni inni á Sveit. Einhvern tíma um vetur-
inn komu þrír Borgfirðingar af Seyðisfirði, en á þessum árum
var oft sótt á Seyðisfjörð á vetrum. Voru þeir á skíðum. Dimmt
var orðið, er þeir fóru út sveitina. Sögðu þeir svo frá, er þeir
komu út í Bakkagerði, að þeir hefðu aðeins á einum stað fundið
smá ójöfnu undir fæti. En er komið var í fjárhúsin á Gilsárvöllum
morguninn eftir sáust þrjár skíðaslóðir liggja yfir eitt húsið, er
stóð á lítilli hæð framan við Gilsána. Þetta var ójafnan, sem
ferðamennirnir fundu undir fæti, en snjóinn hafði hryggjað lítið
eitt upp af húsmæninum.
Alls staðar þurfti að moka ofan af gripahúsum en mesta erfiðið
þennan vetur var í sambandi við vatnið. Á þessum árum var hvergi
komin vatnslögn og varð að bera allt vatn bæði í gripi og til
heimilisnota, misjafnlega langt eftir aðstæðum á hverjum stað.
Á tímabili þurfti að moka daglega meira eða minna frá vatns-
bólum til að komast að þeim, þótt jafnan væru byrgð göngin er
fyrir voru.
Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson vígðist til Borgarfjarðar haustið
1912. Hann sat fyrstu misserin í Bakkagerðisþorpi en fluttist að
Desjarmýri vorið 1914. í viðtali er birtist í 40. tölublaði Sunnu-
dagsblaðs Tímans 1963 segir séra Ingvar svo frá:
„Veturinn áður en ég flutti til Desjarmýrar, 1913—’14, er
mesti snjóavetur, sem komið hefur á Austurlandi á þessari öld.
Snjó kyngdi nokkurn veginn stöðugt niður frá þorrakomu
fram yfir páska. Víða í Borgarfirði fóru bæir alveg í kaf, svo
að ganga þurfti eftir mörgum tröppum niður í pá. Ég man, að
ég heyrði líka sagt, að þennan vetur hafi verið gengið á skíðum
yfir Hjaltastaðarkirkju í Hjaltastaðarþinghá, hafði lagt á stykki
snjóhaft yfir hana. Og á Bakkagerði kom það fyrir, að einsetu-
kona, sem þar bjó, var lokuð inni í bæ sínum í fönn á annan
sólarhring.
Á annan í páskuml) þetta vor, fór ég til Njarðvíkur til að
embætta. Veðrið var frekar gott, uppstytta, en venjulega leiðin
yfir Njarðvíkurskriður var talin ófær, svo að ég fór yfir fjall, sem
1) Árið 1914 bar pásikama upp á 12. apríl (Ritstj.)