Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 110
108
MÚLAÞING
þjónustugjörð bœði í náttmessu og hámessu á fæðingarhátíð frels-
arans etc.
Næsta ár segir ekkert af tíðarfari. En nú kemur loks þar, að
öldungurinn síra Bjarni Gizurarson í Þingmúla telur sig hafa að
fullu lokið löngu dagsverki í urtagarði Drottins og lætur af prest-
skap.
1702. Þann 24. Maii, nóttina jyrir diem ascendsionis [þ. e. upp-
stigningardag, sem þá var 25. maí] kom eg alfarinn til Þingmúla
í Skriðdal.
Þann 10. lunii gaf guð mér barn, sem á næsta degi (dominica
trin) [þ. e. þrenningarhátíð] fyrir heilaga skírn íklœddist heilagri
Jesú kristni og hlaut Kristínar nafn. Gwð/[eðgin] Einar Sveins-
son og Helga Sigfúsdóttir. [Hún er móðir síra Eiríks].
Loks er síra Eiríkur Sölvason kominn heim á þann stað, sem
hann er kenndur við æ síðan.
Síra Bjarni Gizurarson er þó engan veginn allur og næstu tíu
ár dvelst hann hjá börnum sínum, Amdísi á Hallormsstað, Ei-
ríki eldra hreppstjóra í Stóra-Sandfelli og loks hjá Eiríki yngra
á Hallormsstað, eftir að hann tók þar við brauði, en þar andað-
ist hinn aldni skáldklerkur árið 1712. f aldurdómi sínum skrif-
ar hann sín miklu ljóðasöfn og yrkir til hins síðasta. Hann hafði
til dauðadags nokkrar tekjur af Þingmúlabrauði, en talið er að
síra Eiríki væri bættur sá tekjumissir með tillagi af prestajörðum.
Ekki verður því neitað að við vildum gjarnan fregna fleiri tíð-
indi frá þessu ári en hér gefur að líta, því tíðindi gerðust óneit-
anlega á Héraði þetta ár:
„Þá hlupu skriður á 3 bæi í Fljótsdalshéraði austur“, segir í
Grímsstaðaannál og í Setbergsannál finnum við sömu fregn með
öðru orðalagi:
„Hlupu skriður á 3 bæi í Fljótsdal austur í Héraði“.
Síra Eiríkur hefði ugglaust getað greint okkur frá hverjir þess-
ir bæir voru. En við skulum ekki vera dómhörð í garð hans fyr-
ir orðfæðina. Þetta á sjálfsagt ekki að vera annáll í venjulegri
merkingu, heldur persónulegar minnisgreinar. Aftur á móti grein-
ir síra Eiríkur frá einni barnsskírn, auk þeirrar er áður getur og
tilfærir einn kaupmála hjónaefna.