Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 55
MÚLAÞING
53
holtsbiskup, segir um síra Orm, að hann væri einn með beztu
mönnum bæði í kenningu og lifnaði. Hann var og talinn hag-
leiksmaður og bókbindari góður.
A 14. vetri fór Vigfús Ormsson til síra Gísla Snorrasonar í
Odda og lærði hjá honum 3 vetur, áður færi á Skálholtsskóla.
Var hann J>ar 7 vetur og naut ölmusu, en kennarar hans Páll
Jakobsson conrektor og magister Bjarni Jónsson. Hann varð
stúdent 1775 með bezta vitnisburði, 24 ára. Skólasetan er í lengra
lagi, en pilturinn ekki skarpur til utanaðlærdóms, hins vegar
reyndist hann síðar mjög laginn kennari, einkum tomæmra og
jafnvel vangefinna nemenda. Aðbúnaður í Skálholti var slæmur,
þegar síra Vigfús var ]>ar. Fimm árum áður en hann kemur í
skólann er lestrarstofunni m. a. lýst þannig, að gluggamir á
norðurstafni hennar væru svo gamlir og rifnir, að blési, rigndi og
jafnvel snjóaði inn um ]>á, en gaflinn allur svo óþéttur, að norðan-
vindur næddi milli fjalanna. Geti piltar ekki setið, nema með
kvölum eða gert sér nokkuð til gamans sökum kulda og súgs.
Hafi ]?eir sjálfir reynt að troða ull og pappír í stærstu rifurnar.
en að litlu haldi komið. Engin borð eru í stofunni og verða piltar
að hafa knén fyrir skrifborð. f svefnskála eru aðeins 10 rúm,
hvert handa þremur, og veturinn 1761—1762 var engin hurð
fyrir húsinu og stóð það opið dag og nótt. Kuldinn svo megn,
að rúmfatnaður nægir hvergi, ein rekkjuvoð og eitt brekán. Skál-
inn var svo illa þakinn, að }>egar mikið rignir, streymir vatn
svo ákaft niður í sum rúm:n að flytja verður rúmfötin burtu og
nemendur að liggja á gólfinu, en pað illa lagt fjalagólf og leggur
upp um pað raka og kulda. — Þannig var ]>á ástandið á annari
tveggja æðstu menntastofnana þjóðarinnar. 111 aðbúð og raunar
lífshættuleg hlaut að hvíla eins og dimmur skuggi yfir skólastarf-
inu og einkenna veruna á hinum mikla en fallandi stað bitur-
leika og vonleysi. En embættismannaefnum þjóðarinnar á þessum
ömurlegu tímum hefur ekki verið fisjað saman. Nokkuð er }>að, að
]>egar síra Vigfús var orðinn prestur á Ási í Fellum tæpum tveimur
árum eftir stúdentsprófið í Skálholti, hefst hann brátt handa um
húsabætur —- og ]>að svo að um munaði, því að hann húsaði
allan staðinn af nýju og breytti mjög allri skipan til aukins hag-