Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 71
MÚLAÞING
69
og á aldur við Finnboga í Ási föður Þórunnar fylgikonu Jóns
prests Pálssonar og Jóns bónda í Hafrafellstungu, sem kallast
langur (sbr. Jónar í Ási) og nú sannast það að Þuríður er dóttir
pessa Jóns langs og kölluð Langsdóttir og móðir Bjöms á Ey-
vindará og Amfinns.
Sonur Jóns Finnbogasonar og Steinunnar heitir Arnfinnur, varð
hann sýslumaður í Vaðlasýslu og dó í pestinni 1495, pá orðinn
roskinn, fæddur eigi síðar en 1431—40. Hann átti Guðnýju Steins-
dóttur á Auðbrekku, Brandssonar lögmanns Jónssonar. Jón hef-
ur heitið sonur Amfinns sýslumanns f>ótt eigi sé talinn meðal
barna Arnfinns og Guðnýjar. Hann gat heldur eigi verið sonur
Guðnýjar par sem þeir eru bræður Brandur lögmaður og Finn-
bogi í Ási. Það er bess> Jón, sem er faðir Björns á Eyvindará og
Arnfinns á Hallgeirsstöðum, en hann er fyrri konu bam Arn-
finns sýslumanns eða launsonur.
Jóns Arnfinnssonar getur hvergi á vettvangi gerninganna í þjóð-
lífinu sem geymst hafa. Hann hefur kvænst Þuríði Jónsdóttur
langs í Hafrafellstungu um 1490 og sést aldur þeirra bræðra,
Björns og Amfinns, á pví að Arnfinnur er fæddur eftir lát Arn-
finns sýslumanns, 1495. Hann er enn á lífi 1564 er síðar segir.
Jón mun hafa fengið Eyvindará með konu sinni, Þuríði, og búið
í ró og næði par eystra, en par virðist f>að helst að frétta í þögn-
inni að minna varði menn um kong og biskup en í öðrum héruð-
um landsins, svo lítið verði manna vart í gjörðum. Gat hann og
hafa lifað stutt. Arnfinnur bróðir Bjöms kemur og ekki við kongs
né klerka sögu á íslandi og getur hans pó við það, að vel hafi
hann verið fyrir sér að efnum og áliti.
Ég geri ráð fyrir pví að Björn Jónsson hafi verið á Rangár-
völlum um 1530 og sennilega fer hann ráðsmaður til Þórunnar
Einarsdóttur, er hún var ekkja, hvar sem hún hefur búið. f Kross-
holti virðist hún ekki hafa búið. Og þannig hafi orðið hjónalag
þeirra Björns og Þórunnar stuttu eftir 1530. Björn mun hafa verið
nokkru eldri en Þórunn og efasamt sýnist |>að vera að þau hafi
átt börn, að pví er síðar kemur í ljós. Þeir synir Bjöms, Jón á
Egilsstöðum á Völlum og Þórður á Bustarfelli, mundu frekar
vera eftir fyrri konu Björns. Björn komst að Egilsstöðum, er