Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 91
MÚLAÞING
89
ekki út í pað skiftið. Þá viidi okkur pað til, að útfall var, svo
að undan bátnum flæddi og tæmdist hann þannig. Lágum við
á meðan í fjörunni. Brimið var óðum að lægja, og jafnhliða
lygndi. Við freistuðum pá að ýta í annað sinn og gekk pá
vel. Lögðum við Jóhann pá út árar, eða þessa einu heilu og
brotnu árina. En báturinn fyltist skjótlega, pví að hann hrip-
lak auðvitað. Settum við pá upp, höfðum brotnu árina fyrir
J>anstöng og stýrðum með hinni, pví að stýrinu komum við
aldrei fyrir, vegna þess að beygluð voru stýrisjárnin. Nú var
orðið sjólítið, komin tiltölulega hæg norðaustan gola, en samt
var svartur bylur. Bátnum urðum við alt af að hleypa beint
undan, par eð hann var borðstokka fullur. Á pví reið líf okk-
ar, enda var'gætilega stýrt. Svona héldum við áfram inn á
Hánefsstaðaeyrar og er sú vegalengd talin 5 sjómílur. Þar
náðum við landi kl. 8 um kvöldið og lentum par sjálfir, en
sleptum pó bátnum. Gerðum við vart við okkur par í húsi
einu, og urðu menn all-hissa, pví að við vorum löngu haldnir
dauðir. Þar fengum við mjólk að drekka og svolitla ögn af
brauði. Mér varð ekki meint af, en hinum leið hálf illa eftir á.
Bát og 2 menn fengum við léða inn á Ölduna, þangað sem við
áttum heima, og komum við þangað um kl. 11 e. h.
Norðfirði, í maímán. 1923.
Vald. V. Snævarr.
(Eimreiðin XXIX ár — MCMXXIII)
Ingólfur læknir kvað
Visan á blaðsíðu 121 í Múlaþingi 7, „Bustarfellið ber við ský“ er eftir
Tngólf lækni Gíslason. Hann var sóttur að Bustarfelli, fyrstu læknisvitjun
í Vopnafjarðarhéraði, er hann kom þangað seint á hausti árið 1907. Þá
orti hann vísuna. Þetta er án allra tvímæla.
Reykjavík, 4. október 1974.
Benedikt Gíslason frá Hofteigi.