Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 54
52
MÚLAÞING
ger kunnugur, en hann bjó sjálfsævisögu Magnúsar til prentunar
og reit um hann ítarlega. Er hvort tveggja að finna í Blöndu, IV.
bindi. — Hjá Magnúsi kemur síra Vigfús fram á sviðið mjög í
anda vísunnar. Síra Einar hefur trúað frásögn Magnúsar, enda
styður hana persónulegum rökum. Er pað vorkunnarmál, jafnvel
fræðimanni, en lífs- og ævisaga þessa manns er átakanleg og
sannfærandi. Hún hefst á pessum frægu orðum Jakobs: „Fáir
og illir eru mínir ævidagar", og fer J>ar allt eftir. Það er því á
engan hátt til að rýra nafn fræðaklerksins mikla á Hofi, en til
að varpa ljósi á minningu hins gamla Valpjófsstaðarprests, að
saga hans er hér saman tekin.
Síra Vigfús var fæddur á Keldum á Rangárvöllum hinn 17. júní
1751. Voru foreldrar hans síra Ormur, prestur til Keldna- og
Gunnarsholtssókna nær 40 ár, Snorrason prests að Mosfelli í
Grímsnesi og Görðum á Akranesi Jónssonar, prests að Mosfelli
Snorrasonar, og kona hans Guðlaug Árnadóttir merkisbónda og
smiðs frá Fíflholti í Landeyjum, Arnórssonar bónda í Fljótshlíð.
Dó Guðlaug að barnsförum, er hún fæddi Vigfús, en hann var 5.
son þeirra hjóna. Hinir voru: Magnús lyfsali í Nesi, Gottskálk í
Hallgeirsey, Árni að Selalæk og Grímur að Seljalandi í Fljóts-
hverfi. íslenzkar æviskrár telja enn, að Hallgerður héti dóttir
peirra, en pess getur ekki í útfararræðu síra Stefáns Ámasonar
á Valpjófsstað yfir moldum síra Vigfúsar, en hún er höfuðheimild
sögu hans, varðveitt í Landsbókasafni, en til í afskrift Hannesar
Þorsteinssonar hjá Guttormi Vigfússyni Þormar í Geitagerði
í Fljótsdal, niðja síra Vigfúsar. Hins vegar er kunnugt, að Hall-
gerður hét dóttir Gríms, bróður síra Vigfúsar, er dó ungur, og
ólst hún upp á Valpjófsstað, er faðir hennar var dáinn. — Ljós-
móðirin tók drenginn heim með sér frá dánarbeði móðurinnar
á Keldum og ólst hann síðan upp með henni. Var pað Þórunn
Þorsteinsdóttir stúdents á DufjJekju Jónssonar, ekkja Marteins
Björnssonar og síðan Gríms lögréttumanns að Reyðarvatni Jóns-
sonar. Ári síðar, 1752, fluttist síra Ormur frá Keldum að Reyð-
arvatni og gekk að eiga Þóranni. Voru pau barnlaus. Þórunn dó
1758, en síra Ormur bjó áfram að Reyðarvatni. Hann lézt í marz-
mánuði 1776, 69 ára. Síra Ólafur Gíslason í Odda, síðar Skál-