Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 119
MÚL AÞING
117
framhaldinu verður ekki ráðið, að höfundi sé kunnugt um mann-
tjón.
Með orðalaginu „fyrir austan“ á höfundurinn, Jón lögréttu-
maður Ólafsson á Grímsstöðum í Breiðuvík á Snæfellsnesi, ugg-
laust við fyrir austan fjall.
f viðauka við Fitjaannál greinir svo frá atburðum:
„Sunnudaginn fyrstan í vetri lagði stríðsskipið út, og með því
nokkur sunnanskip; gerði upp á )?au stóra storma; þó komust
kaupförin fram, en stríðsskipið hraktist upp á Þorlákshafnarvík
þann 4. Novembris af skelfilegum útsynningi. Vörpuðu ]?eir þar
strengjum og hröktust svo alla nóttina. Þann 5. Novembris hjuggu
þeir af sér mösturin og útköstuðu efstu stykkjum í sjóinn. Síðan
hjuggu þeir atkerisstrengina og drifu svo upp á Þorlákshafnar-
skeið. Komust allir lífs af, 170 manns, fyrir utan 8 menn, sem
höfðu farið út á einn flaka, áður en togin voru afhöggin“.
Hrafnagilsannáll segir:
„Fregatten, sem convoyeraði skipin til landsins, hraktist fyrír
skelfilegu stórviðri 28. Octobris vestur í haf, nær undir Gren-
land, og ásamt pví Hafnarfjarðarskip. Komust nauðuglega hing-
að undir land aftur, strönduðu í Þorlákshöfn laust fyrir Mar-
teinsmessu. [Hún er 11. nóv.]. Komust af 160 manns, en nokkrir
drukknuðu".
En eitthvert rugl er á höfundi Hrafnagilsannáls, því hann upp-
hefur frásögn af næsta ári 1719 með þessari klausu: „Strandaði
varnarskip millum Þorlákshafnar og Eyrarbakka. Drukknuðu 8
menn. 100 komust af“.
Er við berum allar þessar frásagnir saman, hlýtur að læðast
að okkur sá grunur að síra Eiríki sé ekki síður treystandi fyrir
tíðindum en öðrum, þótt hann sé stuttorðastur að venju.
1719. Frá nýári var veturinn so sem framan til hinn æskileg-
asti allvíðast. Lítið írennsli um vorið eftir sumarmálin.
Tvö börn skírir Þingmúlaklerkur þetta ár en trúlofar engan
svo hann skrái.
1720. Var vetur allur í harðara lagi allvíða um Múlasýslu
fram á vor, so víða varð afhrot á útigangspeningi. Sumarið gott