Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 147
MÚLAÞING
145
áður nefnd, og bróðir hennar Friðrik Gíslason, Andrés Rasmus-
sen síðar kaupmaður, Eyjólfur Jónsson síðar myndasmiður og
bankastjóri og Stefán Jónsson sjálfsagt Stefán Th. síðar úrsmiður,
kaupmaður o. fl„ bróðir Eyjólfs.
Verst er hve nemendaskrá er óljós, oft ekki skrifað nema for-
nafn, stundum aðeins fyrsti stafur af eftirnafni, en aldrei fullt
nafn nemenda í nær tvo áratugi. Sömu nemendur eru oft fleiri ár
allt upp í 4, svo sem Andrés og Friðrik.
Námsgreinar voru í fyrstu 9, taldar í pessari röð: lestur, kver,
biblíusögur, landafræði, saga, skrift, réttritun, reikningur og
danska. Seinna eftir að komið er í „Gamla skóla“ er lestur talinn
í 3. röð eftir kveri og biblíusögum. Ekki tóku allir pátt í öllum
greinum. Ber sérstaklega á, að ekki eru nærri allir í kveri rétt-
ritun og dönsku, stundum einnig sögu og landafræði. Þetta með
kverið, fræði Lúthers, getur stafað af aldri nemenda, og svo kann
að vera um fleiri greinar, en aldur nemenda er hvergi bókfærður
í nær 2 áratugi, en hefur sýnilega verið mjög mismunandi, svo að
áreiðanlega hefur munað 4 árum og stundum meira á elztu og
yngstu nemendunum.
Við getum reynt að setja okkur fyrir sjónir ástandið, er fyrstu
börnin, sem gengu í skóla á Seyðisfirði, söfnuðust saman við
lítið hús á snjóflóðasvæðinu undir Bjólfi. Hvernig hefur hópur-
inn litið út til að sjá? Hann hefur vísast ekki verið marglitur
eins og í dag. E. t. v. hefur hinn grásvarti litur sett svip sinn á
hópinn. Þó er ekki örgrannt um að innan um gætu leynzt nokkrir,
sem ekki voru að öllu án litfagurra klæða, því að allstór hluti
nemenda, sennilega stærstur, hefur verið frá efnaðri heimilum.
Þetta fer pá eftir því, hve íburðarmikill klæðnaður barna frá
slíkum heimilum hefur verið, vísast ekki sundurgerðarmikill.
Trúlega hefur íslenzk ull verið mestu ráðandi. En sem sagt hópur-
inn er mættur, og J?að hefur verið líf og fjör honum fylgjandi,
væntanlega með allmiklu meiri hógværð en nú tíðkast, a. m. k.
framan af. En hér er alvara á ferðum, ungmenni saman komin
af meira og minna frjálsum vilja til aleflingar anda síns haldin