Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 33
MÚLAÞING
31
og pá einvörðungu til undirbúnings stólsskóla. Við slíku varð
ekki séð, sízt með þeim hraða, sem Jón vildi hafa á hlutunum.
En því má eigi gleyma, að fermingartilskipunin, sem fyrst var
boðuð með konungsbréfi 1736 og síðan áréttuð og lögleidd, með-
an þeir Harboe unnu að umbótum sínum á íslandi, var stórt
framfaraskref fyrir íslenzka alþýðu. Öllum börnum var tryggð
fræðsla, sem krafðist lestrarkunnáttu, en ekki aðeins fyrirmanna
sonum, sem fram til pessa hafði tíðkazt.
Það er svo frá Skriðuklausturskirkju að segja, að hún varð
eftir þetta útkirkja frá Valþjófsstað, en brátt bænhús án sóknar,
og varð pá allur Fljótsdalur ein kirkjusókn, sem síðan hefur hald-
izt. Bænhúsið var lagt niður 1792, hefur þurft endurgerðar, en
búnaðarfrömuðurinn, síra Vigfús Ormsson, sem pá var kominn
að Valþjófsstað, eigi haft áhuga á, að það yrði endurreist. Prest-
amir höfðu endranær ekki forgöngu um að efla útikirkjur í sókn
sinni. Jón Þorkelsson vissi hvað hann fór, þegar hann dró í efa,
að hollt væri, að þeir héldi lén og hefði mikla veraldlega ívasan.
Víkjum nú sögunni heim að næsta bæ, hinum nafnkennda,
stóra garði á Valþjófsstað, þar sem í fyrndinni gnæfði hátimbruð
stafkirkja á víðáttumiklum grundunum undir þeirri fjallshlíð,
sem vart á sinn líka og spennt er megingjörðum fagurskaptra
klettaraða, en Tröllkonustígur liggur um eins og talnaband, sem
rýfur hina miklu samstæðu — því að einnig náttúran er brot-
gjörn.
Er við trúnni var tekið af lýði, bjó Sörli Brodd-Helgason á
Valþjófsstað. Getur hans í Njáls sögu og var kallaður enginn
ofstopamaður, er hann, einn austfirzkra höfðingja, sem Flosi
Þórðarson leitaði liðstyrks hjá eftir stórglæp sinn, lét sér fátt um
finnast. Fór Flosi við svo búið frá Valþjófsstað og kvað Sörla
búa við konuríki, en hann átti Þórdísi Guðmundsdóttur hins ríka
á Möðruvöllum í Eyjafirði. Óþarft er að fara mörgum orðum um
pá eggjun, að hin norðlenzka húsfreyja á Valþjófsstað drottnaði
yfir bónda sínum. Hitt er mun verðara ahygli, að Sörli er enginn
ofstopamaður. í huga hans, og þeirra hjóna beggja, fyrst hennar
er við getið um hinar daufu undirtektir, ríkir hinn kristni friðar-
boðskapur og siðgæðisandi. Virðist ekki djörf tilgáta, að þau hjón