Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 87
MÚLAÞING
85
Hrakningasaga Jóns fótalausa
Seinustu mánudagsnóttina
í nóv. 1880 lögðum við Jó-
hann Ringsted, Þorsteinn
Sigurðsson. Jón Valdemars-
son og eg, Jón Sigurðsson,
sem allir áttum pá heima á
Seyðisfirði, í fiskiróður undir
Skálanesbjarg. Við ýttum um
hrjú-Ieytið í tvísýnu útliti.
Við rerum með línu á stóru
íslensku fjögramannafari.
Allir vorum við einhuga um
að fara í róðurinn, þrátt fyrir
tvísýnt útlit, og sóttum útróð-
urinn kappsamlega, og segir
ekkert af för okkar fyr en við
vorum komnir á fiskimiðið,
sem við ætluðum að leggja á.
Þá var kominn stormur af
norðvestri, en þrátt fyrir það
lögðum við alla línuna. Frost var lítið um nóttina, en í birtingu
herti veðrið mjög, og altaf jókst frostið, uns það var orðið 10 stig
um kvöldið. Við náðum með herkjubrögðum hálfri línunni, og
byrjuðum svo að berja til lands, en það skal tekið fram, að
lands var hvergi að leita fyr en á Skálanesi. Altaf óx veðrið
og haugabrim var komið. Við börðum svona allan daginn
fram í rökkur, en það var með öllu ódrægt, því að auk brims-
ins var veðrið ógurlegt. Réðum við pá af, að hleypa undan
og freista lendingar í svonefndum Vogum, en það vissum við
allir, að var sama sem að hleypa til skipbrots. Eg veit ekki
til, að J?ar hafi nokkrir lent fyr eða síðar, aðrir en við, enda
bjuggumst við jafnvel við pwí með sjálfum okkur, að J>ar yrði
síðasta landtakan okkar hérna megin. En okkur lentist vel,
þótt ótrúlegt sé fyrir manna sjónum. Við stóðum allir við bát-
Jón Sigurðsson.