Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 56
54
MÚLAÞING
ræðis. Á setri hans skyldi norðanáttin ekki næða innan veggja
eða bærinn standa hurðalaus í frosthörkum.
Síra Vigfús f>á prestvígslu af dr. Finni biskupi 6. sunnudag
eftir páska. 4. maí, 1777 og fluttist pegar austur að Ási. Var hann
ókvæntur til 1781, en pá tókst hann ferð á hendur suður í Rang-
árþmg til að ekta og sækja heitmeyju sína, Bergljótu Þorsteins-
dóttur prests að Krossi í Landeyjum, Stefánssonar. Var hún 10
árum yngri og pví aðeins á 20. ári á brúðkaupsdaginn hinn 5.
júní.
Búskapur síra Vigfúsar varð hegar góður á Ási, en í fellinum
mikla eftir jarðeldinn missti hann töluvert af bústofninum. Allt
um harðindin stóð hann pó í framkvæmdum við húsagerðina og
tókst að skilja betur við Ásstað en aðrir prestar, pó að betur
áraði, pegar hann fór að Valf>jófsstað 1789. Þegar erfiðastir voru
hagir þeirra hjóna sem annara 1784, lézt síra Þorsteinn á Krossi
tæpra 50 ára. Eftirlét hann konu, Marsreti Hjörleifsdóttur skáld-
nrests á Valþjófsstað Þórðarsonar með 7 óframkomnum börnum
og lítil efni. Vorið 1785 gerði síra Vigfús ferð sína suður að
grennslast um hagi tensdamóður sinnar og barnanna og veita ]>á
stoð, er mætti. Tók hann 3 ynsstu börnin með sér austur að Ási,
fóstraði sjálfur 2 heirra. Sigríði, sem varð fyrri kona Símonar á
Glæsistöðum. og Einar. er lauk stúdentsnámi, en hið }>riðja tók
frú Sigríður Hiörleifsdóttir kona síra Páls Magnússonar á Val-
hjófsstað. Var l>að Jón Schiöld, vefari á Kóreksstöðum, sem mikil
ætt og kunn er frá komin. Prestsekkjan frá Krossi kom svo austur
1792 og á vist með þeim síra Vigfúsi, en pá voru pau flutt í Val-
hjófsstað. Var ættrækni síra Vigfúsar }>á orðin svo alkunn, að
venzlafólk hans taldi sér f>ar víst athvarf, sem hann var. Hann
var oa efnaður, enda búmaður mikill, sem enn verður að vikið.
Ástæðan fyrir orðum Magnúsar Pálssonar að síra Vigfús
„svelgdi ekkna herleg bú“ í vísunni. sem gaf tilefnið að j>essari
sögu, er ljós, bundin Magnúsi og móður hans, og er j>etta að segja
frá j>eirra skiptum: Síra Páll Magnússon á Valþjófsstað dó hinn
26. nóvember 1788, 53 ára. Hann hafði vígzt aðstoðarprestur til
sira Hiörleifs Þórðarsonar 1760 og fengið kallið við dauða hans
vorið 1786, en verið prófastur í norðurhluta Múlaþings frá 1783.