Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 145
MÚL AÞING
143
Um 1878, eða fyrr, er talið, að hafin hafi verið fjársöfnun til
skólahalds á Seyðisfirði. Til eru smáfrásagnir um það. Haldin
var hlutavelta (,,tombola“) um jólaleytið 1878 til styrktar skóla-
haldi. Varð ágóði af henni 530 kr. og 32 aurar. Hefur pað vísast
verið allmikið fé, ef mið er tekið af því, að um pað leyti voru
milkar ær sums staðar í 6—8 króna verði.
í blaðinu Skuld á Eskifirði 1879 segir svo í frétt frá Seyðis-
firði: „Sunnudaginn j?ann 6. apríl var haldin skotæfing hér á
Fjarðaröldu til hagnaðar fyrir hinn fyrirhugaða barnaskóla og
mættu 21 maður talsins, hver maður fékk að skjóta 4 skot og
kostaði 3 kr. fyrir hvert nr. Vinningar voru 6 silfur- og plett-
skeiðar. Ágóðinn var 18 kr. og 3 au., en það sem inn kom í fyrra
á tombólunni 530 kr. og 32 au., samanlagt 548 kr. 35 aurar. Og
þar eð oss finnst barnaskóli mjög þarfur, pá er það einlæg ósk
vor, að sérhver drenglyndur maður styrki j?etta fyrirtæki, og
skal j?að auglýst pað fyrsta að mögulegt er“. — Undir j?etta skrifa
J. Chr. Thostrup og J. Th. Stephensen 1).
Árið 1880 staðfesti konungur lög frá Alpingi um uppfræðingu
barna í skrift og reikningi. Er trúlegt, að pað hafi mjög ýtt
undir skólahald hér og par í landinu. Seyðisfjörður var í miklum
uppgangi um j>etta leyti, síldarútgerð mikil og siglingar milli
Seyðisfjarðar og útlanda í allföstu horfi. Þetta sama ár, 1880
varð prestur að Dvergasteini sr. Jón Bjarnason, síðar prestur
í lútherska söfnuðinum í Winnipeg og menntafrömuður par meðal
fslendinga. Er talið að sr. Jón hafi gengizt fyrir j>ví, að hafið
yrði skipulegt skólahald hér í bæ.
H. Skóli settur á stlofn
Fyrst var stofnað til sameiginlegs skólahalds hér veturinn
1881—1882. Var skólinn haldinn í einkahúsnæði svokölluðu
Þorsteinshúsi, sem stóð á „snjóflóðasvæðinu“ undir Bjólfi, nokkru
fyrir utan íbúðarþorpið Fjörð. Fyrsti kennarinn var Geirmundur
1) Skuld 1879 nr. 16.